Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Qupperneq 54

Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Qupperneq 54
54 Leikhusið er með nýju sniði og eru þar ein- göngu innbekkir og veggsvalir. Á veggsvölunum eru þeir, sem eru himneskrar ættar, (Jóh. 3, 3.); en niðri aptur þeir, sem eru algjörlega jarðneskrar ætt- ar, (Gal. 5, 19—21.). Dyrnar að veggsvölunum eru þröngar og stig- inn fremur erflður uppgöngu, og þvi fara hann fáir. (Matt. 7, 14.). Dyrnar að innbekkjunum eru stórar, því er þar sífelldur troðningur. (Matt. 7. 13.). Sýningin verður í þremur þáttum. Fyrsti þátt- ur byrjar á því að höfuðengillinn blæs í lúður Guðs. Annar þáttur byi'jar á skrúðgöngu heilagra í hvítum klæðum. í þriðja þætti safnast hinir óguðlegu saman, og verður „söngurinn" þá óp og tannagnístrun. Að leikslokum holdur Mannsins sonur ræðu, og um leið og tjaldið fellur, þá, — já, það er skelfi- legt, — steypist nokkur hluti þeirra, sem við eru, í yztu myrkur; en þá, — og það er fagnaðarrikt, — verða hinir teknir í ríki himnanna. Aðgöngumiðar að innbekkjunum kosta ekki annað en að rnenn hafl keppzt eptir lyst holdsins, lyst augnanna og stærilátu líferni. Aðgöngumiðar að veggsvölunum fást ekki nema fyrir „apturhvarf" (Matt. 18. 3.), og verða að vera innsiglaðir. (2. Kor. 1. 22.)“. Hver er aðgöngumiði þinn? Hvar er sœti pitt?

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.