Fróði - 01.01.1914, Blaðsíða 31
FRÓDI
95
og hún kemur í magann hleypist hún, og breytist í ost og misu,
veldur því bæSi rennin og sýrurnar. Auk þessara efna ráSast
enzymin, þau pepsin og trypsin á ostköglana. Kemur hið síSar-
nefnda úr pancreas kyrtlinum ogrennur í þarmana rétt eftir aS
fæðan kemur úr maganum og er saltkend.
En nú skal geta um eitt mikilvægt atriSi vi<5 mjólkurlækn-
ingarnar, en það er þa<S, að, ef aS lítill skamtur af mjólk kemur
í magann og samlagast renninsýrunni, þá hleypur mjólkin í hnikla
og eru þeir svo harSir og þráir, að meltast, aÖ þeir sitja oft lengi
í maganum, fleiri klukkutíma, og vinnur ekkert á þeim. Valda
þeir þar velgju og uppköstum. En, sé mjólkin í stærri skömtum
og samlagst rennininu í maganum, þá verður osturinn svo miklu
mýkri og meltingin gengur léttilega fyrir sig. Rénninið er þá
hæfilega mikið á móti mjólkinni--áSur var það ofmikið.
Þetta er atriði, sem allir ostagjörðarmenn þekkja, en það er
eins og fjöldi lækna hafi ekki veitt því eftirtekt. Og verði þeir
þess svo varir, að sjúklingunum gengur illa að melta mjólk, og
í smáum skömtum, þá halda þeir að þeim sé ekki mögulegt að
melta mjólk, og því ekki til neins að gefa þeim hana.
Fyrir 300 árum síðan sagði Bacon lávarður:—Margir menn
eru þeir sem segjast ekki geta lifað á mjólk sem fæðu,--en á-
stæðan fyrir því er sú, að þeir taka ekki nóg af henni.-Sömu
skoðunnar er Dr. Loveland í New York og fleiri.
þetta er að vissu satt, og á við fjölda raanna, eigi þeir ein-
göngu á mjólk að lifa. Mönnum finst hún oft erfið viðureignar,
einkum í fyrstu, meðan þeir eru að byrja. En ráðið er ofur ein-
falt, það nefnilega, að láta þá drekka eins og þeir geta. Sumt
af mjólkinni meltist, hún fer út í blóðið og fer að renna um æðar-
nar, og ílytja hreina lifandi næringu um allan líkaman, meltingar-
færin fara að lifna og hressast, kyrtlarnir fara að starfa betur, því
þeir fá smátt og smátt meiri og ríflegri efni til þess, að búa til vök-
va sína, og senda þá undireins á stað til að starfa. Og þeir fara
til starfa, að brjóa upp ostinn og fituefnin og hvað eina, sem fyrir
þeim verður.
Ég hef rekið mig á það, að sumir sjúklingar, sem þjáðst hafa
af niðurgangi eiga létt með að melta undanrenningu, en þola ekki