Fróði - 01.01.1914, Blaðsíða 55
FRóDI
119
sanngjarnt. Og það myndi verða til þess aS lyfta karlmanninum
á Kærri tröppu hreinleika og siSgæðis og þannig verSa stórkost-
legur ávinningur fyrir alt mannfélagiS.
Menn ættu sannarlega aS brjóta af sér ánauð og þrældóm
skoðananna, hefðarinnar og venjunnar. Og konurnar, Þær ættu
að hafa algjört frelsi. Þær mundu sýna það með breytni sinni,
að þær kynnu að meta það, með því að troða ekki á rétti annara.
En þær verða að hafa mannskap í sér, að verja sig sjálfar og sinn
rétt. Hingað til hafa karlmennirnir búið til venjurnar og skoð-
anirnar og lögin, og eins þau lög sem að konum lúta og konur
verða að hlýða.
En nú eru böndin að losna, böndin sem hafa reyrt saman
hæfileika kvennfólksins svo þær hafa ekki notið þeirra.
Ég vildi óska þess, (segir Lady C) að seinasta þrældóms-
haftið hjaðni og verði að engu, svo að konan geti neytt sín í
fyllingu hugsjóna sinna, með höfuð við himin uppi, en fætur á
fastri jörðu. Að hún gæti seilst með annari hendi upp á næstu
rim stigans, sem hún er nú stöðugt að þokast upp eftir, en hinni
hendinni seildist hún niður til að lifta þeim upp, sem henni vilja
fylgja—að hún verði fegurri en hinar fegurstu líkneskjur, sem
nokkur mindasmiður hefur í málm höggvið, tignarleg og róleg
sem Aþena, léttlimuð og lipur og þróttmikil í anda, sem hún er
tiguleg að líkama, trygg og trúföst og stöðug í áformum sínum,
viðkvæm og þýð, en með leiftri andans og gáfnanna, hatandi
léttúð og uppgjörð og hræsni, en elskandi sannleikann og einfeld-
nina.sannarlegur maki fyrir sannan, hreinan og elskulegan mann,
hæfileg og eftirsóknarverð móðir hinna hraustu sona og siðprúðu
dætra, sem eiga að vera feður og móður fullkomnari og elsku-
legri karla og kvénna komandi tíma.