Fróði - 01.01.1914, Blaðsíða 61
FRóDl
125
una frá Grand Prairie til Dunvegan, því a<5 frá Grand Prairie
leggja þeir kvisl þangað, en halda aðalbrautinni vestur í Pine Pass
og þaðan um Fort George til sjóar.
Alar þessar brautir eru norður af Grand Trunk brautinni.
AS vestan koma Vancouver, Ft. George og Dunvegan braut
in, líka kölluð .Pacific and Great Eastern. Byggist frá Vancouv-
er til Fort George og þaðan til Dunvegan. Er hún sem næSt þvi
að vera komin til Fort George, og er það meira en helmingur leið-
arinnar.
Vancouver byggir þessa braut til þess, að ná flutningi sem
mestum og Sem fyrst úr Peace River héraðinu. En aftur keppir
J. D. McArthur á móti meS braut sína frá Edmonton.
ASra braut er og veriS aS byggja aS vestan; en þaS er Bella
Coola, eSa Pacific Hudson Bay brautin. Hún er lögS frá Burk’s
Channel eSa Bella Coola fljótinu viS sjó niSur í miSri British Col-
umbia. Er þar hafnstaSur ágætur. Hún stefnir til Fort George
en heldur þaSan um Pine Pass niSur í Peace River dalinn og til
Dunvegan. VerSur leiS sú öll eitthvaS rúmar 400 mílur og er
þaS styst til sjóar úr Peace River dalnum eSa Dunvegan og sveit-
unum í kring.
Allar þessar brautir er nú veriS aS byggja af kappi, en marg-
ar fleiri eru í vændum.
Og þar sem allir vita, eSa aS min^ta kosti ættu aS vita, aS
dollarinn veit þaS betur en nokkur einstakur maSur, hvar helst er
fengs von, og hvar mestar eru líkur til aS hann dragi silfur til sín,
þá ætti landinn aS fara aS núa stýrurnar úr augunum og reyna aS
forvitnast um, hvaS þarna er veriS aS gjöra, og hvaS líklegt er aS
þarna verSi gjört í nálægri framtíS.
En nú ætla margir, aS þarna sé óverandi, því aS þaS sé svo
langt frá markaSi aS enginn hlutur -sé ræktandi til þess aS senda
á markaSinn. Járnbrautirnar taki svo mikiS fyrir flutninginn,
og enginn sé markaSur nema á Englandi í Liverpool, og et aS
maSur þá nefnir sjóflutning, þá halda þeir aS maSur sé af göflum
genginn, og eins ef maSur nefnir Kína eSa Japan.