Fróði - 01.01.1914, Side 77

Fróði - 01.01.1914, Side 77
FRÓDI 141 Af línsterkjunni, “starch” getur líkaminn ekki haft hin minstu not fyrri, en búiS er aÖ breyta henni í glucose, eÖa “grape sugar”. Þetta gjörir munnvatnið. Þetta gjörist reyndar ekki alt í einu, heldur eru breytingar þessar margar, ein tekur við af annari, og eru þessar helstar:—dextrin, dextrose og maltose. Það er eitt sem e^ hugsunarvert við þetta, en það er það» að línsterkjuefni fæðunnar þurfa að breytast í glucose áður en að líkaminn geti haft not af þeim. En nú hafa ávextir efni þetta: glucose alveg fullgjört. En hví í ósköpunum geta menn þá ekki tekið efni þetta hreint úr ávöxtunum. Þeir mundu þá spara lík- arnunum heilmikið meltingarstarf. Þetta er það, sem þeir halda fram, sem helst vilja á ávöxtum lifa. Við meltinguna eru ótal efni, sem myndast, og skal hér að- eins geta nokkurra:— nucleoproteids, adenin guanin, xanthin, hypoxanthin, leucin, creatin, creatinin, lysin, glycocoll, ptalin og mörg fleiri—Urea og uric acid er svo alþekt, ag líklega hefði ekki þurft að minnast á það. Eitt er enn, sem mætti minnast á, þó að það ætti að vera ljóst hverjum heilvita manni. En það er það, að því meiri fæðu sem þú lætur inn í líkama þinn, því meira er það, sem hann þarf að losast við. það er eins og þú hellir í ílát eða tunnu, þegar hún er barmafull, þá rennur út af börmunum, ef þú heldur áfrarrt að hella. Það er eins og eðlisfræðingarnir hafi aldrei séð eðæ skilið þetta. Og af því stafar hin ranga ímyndun þeirra, að> menn þurfi svo ákaflega mikið af protein, eða holdmyndandi efn- um. En prófessor Chittenden hefur sýnt það og sannað, að menn geta lifað góðu lífi við margfalt minni proteinefni, en menit hafa áður haldið, alveg eins þeir, sem hafa þunga vinnu. Fasta. Eftir Herward Carrington. Hvenær eiga menn að fasta? Geta feitir menn og magrir fastáð að ósekju langan eða skamman tíma. ? Hvort er betra, að fasta á sumri eða vetri. ? Er það hættulegt þunguðum kon-

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.