Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 7

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 7
II. Gyðingaþjóðin hafði átt marga merka spánrenn og sannleiksfröm- uði. En aldrei hafði eins göfug kenning hljómað á tungu þjóðar- innar og sú, er ]esús Kristur flutti. Aldrei hafði kraftur og hóg- værð og kærleikur sameinast svo í persónu nokkurs manns þar. Og aldrei hafði sannleikurinn verið réttur að þjóðinni jafn gjaf- mildum höndum. Og hverjar voru svo fyrstu viðtökurnar, sem Meistarinn fékk og hver voru launin? Fæðingarsagan skýrir frá fyrstu viðtökunum: Hann fékk hvergi hæli nema í úthýsi. Og það var fyrirboði þess, sem á eftir fór. Þjóð hans hafði hvorki rúm fyrir verk hans né kenningu. Hugur hennar var ekki nógu stór. Kreddur og fordómar höfðu þyrpst þangað inn á undanförnum árum. Og svo var sannleikskenningu Meistarans úthýst. En við það var ekki látið sitja. Að lokum varð heldur ekkert rúm í landinu fyr-ir líf hans. Og svo var því líka út- hýst úr þessum heimi. Þessi voru launin og viðurkenningin, sem Meistarinn hlaut hjá þjóð sinni. . Krossinn var eina virðingarmerkið, sem hann bar! Og hvers vegna var farið svona með hann? Af því að hann var að boða ný sannindi. — En Gyðingaþjóðin er ekki ein undir þessa sökina seld. Hún er hvorki betri né verri en systur hennar, aðrar þjóðir. Þær launa fleiri líkt og hún. Sama harmasagan hefur viðborið aftur og aftur í mannlífinu, bæði fyrir og eftir komu Krists. Eða hefir nokkurntíma verið rúm í þessari veröldu fyrir sannleika, sem var að fæðast, nema í úthýs- um og afkymum? Hafa ekki sannleikspostularnir verið hornrekur mannfélagsins alt fram á þennan dag? 5

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.