Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 8

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 8
Við erum sízt bættari þótt við reynum að fela fyrir okkur þessa sannreynd. Okkur er sæmra að kannast við, að svona hefir þetta verið. Mannkynssagan er auðug af dæmum, er sanna það. Sókrates var dæmdur til að drekka af eiturbikar, af því að hann flutti svo sanngöfuga kenningu, að hún hefir verið aðdáunarefni beztu manna, æ síðan. Vfirvöldin kváðu hann afvegaleiða æskulýð- inn! Húss var brendur á báli af því að hann vildi rýma ofurlítið til fyrir þekkingunni í kreddubúri kirkjunnar. Lúther var ógnað og eltur eins og óbótamaður fyrir sömu sakir. Og Galileo var píndur til þess á gamals aldri að sverja gegn sannindunum, sem hann hafði flutt. Nóg er af áþekkum dæmum. Og sum þarf ekki að sækja langt aftur í tímann. Frömuðir andlegra nútíðarstefna hafa komist að raun um að enn er andinn hinn sami. Augljóslega er enn verið að reyna að úthýsa allri andlegri þekkingu, sem fellur ekki við fornar vanagrónar skoðanir. Kúgunarandinn og þröngsýnin þykjast æfinlega vera kongur og drotning í ríki. Þau þykjast æfinlega vera valdhafar af Guðs náð og réttborin til að ráða yfir hugum manna. En stjórnarstefna þeirra er jafnan sú, að tjóðra þegnana, sem allra traustlegast niðri í lægstu lautunum. Því að þótt þau sjái sjaldnast annað en súrur og biðu- kollur og annan gróður á þúfnakollunum í kring, þykjast þau ávalt komin upp á hæsta sjónarhólinn og horfast í augu við allan sann- leika. Enginn þekkingarauki fær nokkurt griðland þar sem þjónar þeirra ná til. Og þeir þjónar eru fjölmennir í hverju landi. Við viljum vafalaust ekki láta bendla okkur hið minsta við kúg- unaranda og þröngsýni. V i ð þvoum hendur okkar af óhæfuverkum 6

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.