Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 10

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 10
vilt sýn og gint til glapráða. Þau hafa útskúfað boðberum þekking- arinnar, kvalið þá, brent þá, krossfest þá. En þau hafa aldrei get- að banað sannindunum sjálfum, sem þeir báru fram. Og svo mun æ verða. Því að sigur sannleikans er fulltrygður. Osigur hans væri ósig- ur Guðs, því að Guð er sannleikur. Og enginn má við mætti hans. En þó eru okkar sakir jafnþungar, ef við höfum lagt þeim lið, sem hefta vildu för hans. — Við erum oftast ósparir á jólagjöfum hver við annan. En hon- um, sem vér þykjumst helga þessa jólahátíð, færum við enga gjöf. Er það gleymska eða gáleysi? Eða erum við enn þá að úthýsa Meistaranum? Vinur minn! Við skulum ganga fyrir Meistarann um þessi jól og reyna að bæta fyrir ræktarleysi liðinna ára. Við skulum gefa hon- um þá heilögu heitstrengingu: að reyna af fremsta megni að úthýsa aldrei sannleikanum eða nokkru af ætt hans. Og með þá heitstrengingu í huga bjóðum við GLEÐILEG ]ÓL! Jakob Kristinsson. 8

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.