Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 12

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 12
Þeir ákalla að vísu hinn alvitra Guð um aðstoð við brennur og morð, en gleyma, að alt þetta eru hans börn, sem ófriðinn heyja á storð. II. Vér deilum um leiðina, er liggur til hans í ljósinu eilífa, er býr, því dimman í berginu deprar oss sýn, svo dómgreindin verður ei skýr. Ó, blessaði Meistari, birzt þú á ný og börnunum fáfróðu kenn! Ó, kom þú og bjargaðu úr berginu út þeim bundnu, er sitja þar enn. Lát himnesku tónana hljóma til vor, í hamarinn þykka inn. Svo vakni og glæðist hið góða í oss og gleymist ei vegurinn þinn. Ó, kom til vor, eilífa kærleikans lind, með kraftinn og friðarins mál og gef oss að frelsa þá guðlegu mynd, sem geymir hver einasta sál. Árdís. 0

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.