Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Qupperneq 13
CIN af ljóðfórnum þeim, er austurlenzka skáldið og spekingur-
inn, Rabindranath Tagore, færir meistara sínuni, hljóðar þannig:
»Mig langaði til að biðja þig um rósasveiginn, sem þú barst um
hálsinn; en eg þorði það ekki. Þess vegna beið eg til morguns, í
þeirri von að finna nokkur rósablöð í rúmi þínu, er þú færir á
fætur. Sem betlari beið eg og leitaði, þegar dagaði, að fáeinum
blöðum, sem eg vonaði að orðið hefðu eftir.
Vei mér! hvað er þetta? Hvílíkan kærleiksvott hefir þú auð-
sýnt mér?
Eg finn hér ekki blóm, ekki kryddjurtir né ilmvatnsker. Það er
sverðið þitt, hið mikla sverð þitt. Það er bjart sem elding og þungt
sem Þórsdunur. Hið nýfædda morgunljós lýsir inn um gluggann;
og það breiðist yfir hvílu þína. Söngfuglinn syngur og spyr: »Kona
hvað hefir þú hlotið?« Það er ekki blóm, ekki kryddjurtir né ilm-
vatnsker, heldur hið ógurlega vopn — sverðið þitt.
Eg sit hér undrandi og brýt heilann um, hvað þú vilt, að eg
geri við gjöf þína. En eg finn engan stað, þar sem eg get geymt
hana. Og eg kynoka mér við að bera það, eins veikburða og eg
er. Það veldur mér sársauka, er eg þrýsti því að brjósti mér. Eg
skal þó bera heiður þann í hjarta mér, sem eg hef hlotið af þess-
ari sársaukagjöf.
Upp frá þessari stundu skal eg ekkert óttast hér í heimi. Og þú
11