Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 14

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 14
skalt vinna sigur í baráttu minni. Þú hefir gert dauðann að föru- naut mínum og eg skal krýna hann með lífi mínu. Eg hefi sverð þitt til þess að höggva af mér fjötrana og eg óttast ekkert framar hér í heimi. Héðan í frá hirði eg ekki um fánýtt glys né tál. Það samir mér ekki, meistari minn, að sitja út í horni og gráta eða bíða þar bljúg í huga og óframfærin. Þú hefir fengið mér hjör þinn sem skraut; þess vegna samir mér ekki framar fánýtt brúðuskart né glingur«. Þegar eg var að hugleiða, hvað eg ætti að segja við ykkur hér í dag, þá fann eg ekkert, sem lýsti betur tilfinningum mínum en þessi ljóðfórn konunnar til nieistara síns. Eg stend hér í dag og er sérstaklega hrærð í hjarta og með þakklátum huga. Eins og ykkur öllum er kunnugt, hafa hér verið haldnir fundir og fluttir fyrirlestrar í þessum sal í tilefni af stofnun sérstakrar íslandsdeild- ar í Guðspekisfélaginu. Með því var stigið stórt spor í framfaraátt- ina fyrir þann félagsskap hér á landi. Mörg ykkar, og jafnvel flest, sem eruð í félaginu »Stjarnan í austri«, eruð einnig í Guðspekis- félaginu og hafið því vafalaust fagnað þessum atburði eins og eg. Hitt er ykkur, ef til vill, ekki jafnljóst öllum, að félagið »Stjarnan í austri«, hefir líka haft ástæðu til þess að gleðjast. Þessi tvö fé- lög, Guðspekisfélagið og »Stjörnufélagið«, eru að vísu algerlega ó- háð hvort öðru, en forseti Guðspekisfélagsins og helztu forvígis- menn þess eru þeir, sem flutt hafa okkur boðskapinn um það, að bráðlega sé von á sjálfum trúarleiðtoganum. Þeir hafa eirinig frætt okkur um það, að insti tilgangur Guðspekisfélagsins væri ó- beinlínis að undirbúa komu Meistarans með því að breiða út þær skoðanir og kenningarkerfi, sem gera það svo ofur skiljanlegt, að miklir andlegir leiðtogar og mannkynsfræðarar komi öðru hvoru fram á þessari jörð. Eg er því ekki í nokkrum vafa um það, að stofnun hinnar sér- 12

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.