Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 24

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 24
andlega þröngsýni manna og trúarhroki, sem hefir blásið að haturs- eldinum gegn þeim og lagt þá sjálfa og fyrstu fylgismenn þeirra í einelti, Bvædvalag tvúavbvagðanna. Það er fátt, sem hefir varpað svartari skugga á orðstír mann- kynsins en trúarhrokinn. Hann hefir ekki að eins komið trúmönn- um, er hafa játað ólík trúarbrögð, til þess að brjóta í bág við hinar viðurkendu kærleikskenningar þeirra og berast á banaspjót, heldur hefir hann oft og iðulega valdið hörðum deilum og jafnvel stríðum og blóðsúthellingum meðal þeirra manna, sem hafa í raun og veru játað sömu trú, er þá hefir greint á um eitthvert af hinum minni háttar trúaratriðum. Hefir þetta átt sér, ekki hvað sízt,- stað með hinum kristnu þjóðum frá því á fyrstu öldum kristinnar trúar og alt fram á þennan dag. »Sjáið þér, hve hinir kristnu elska hverir aðra«, sögðu Alexandríu-búar í skopi, forðum, er þeim var gengið fram hjá götubardaga einum, þar sem kristnir menn börðust upp á líf og dauða út af smávægilegum atriðum í trúarefnum. Og væri ekki sama ástæðan fyrir þá menn, sem aðhyllast ekki kenningar kristinnar trúar, til þess að benda á hina heittrúuðustu forgöngu- menn hinna ýmsu trúarflokka innan kristinnar kirkju og segja: »Sjáið þér, hve hinir kristnu menn elska hverir aðra!« Enn þá ríkir trúarhatrið og lætur til sín taka, hve nær sem það sér sér færi á að koma ár sinni fyrir borð og reyna að bola þeim mönnum frá allri blessun, bæði þessa heims og annars, sem álitið er að gangi ekki á almannaleiðum í trúarefnum, eða láta fremur leiðast af fölskvalausri sannleiksþrá en fornum erfðakenningum. En jafnvel þótt mikið vanti á, að allur þorri kristinna manna hafi lært að elska svo hverir aðra, að þeir geti tekið höndum saman til þess að efla guðsríki, ef þeir hafa að einhverju leyti skiftar skoð- anir í trúarefnum, þá er þó enn þá síður hugsanlegt, að veruleg 22

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.