Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 33

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 33
kynstofns, er vér tilheyrum og var nefndur Tiu eða Zio, er síðar breyttist í Tý eða Týr.« »Imynd vevu hans.« Hugmyndin um guð föður hefir í öllum trúarbrögðum alið af sér hugmyndina um »son« guðs, óskmög drottins allsherjar eða »meðal- gangarann milli guðs og manna«. Hugmyndin um »soninn« hefir og orðið til þess að tengja hugi og hjörtu mannanna enn þá traust- ari kærleiksböndum við höfund tilverunnar en ella mundi. Þessar tvær hugmyndir, hugmyndin um guð föður og um guðssoninn, hafa fylgt hvor annari og fullkoninað hvor aðra frá alda öðli eða svo * langt sem séð verður inn í fortíðina. 1 sumum trúarbrögðum, t. d. í höfuðtrúarbrögðum Indverja, kristinna manna og Forn-Egipta, er »meðalgangarinn« skoðaður sem önnur persóna hinnar guðdómlegu þrenningar. Hins vegar skoða t. d. Parsar hann og Múhameðstrúar- menn að eins sem óskmög föðursins, eða spámann, er stendur öll- um öðrum mönnum framar. En hvort sem hann er skoðaður sem þriðjungur guðdómsins eða ekki, þá verður hann samt í augum hinna trúuðu sem sá, er opin- berar þeim eðli föðurins með fullkomnasta hætti, sem ímynd veru hans og trúarleiðtogi mannanna. Trúarleiðtoginn er og í augum þeirra frumgróður mannkynsins, sem sýnir hvert bræðrum hans er ætlað að ná, það er að segja: að komast í samvitund við höfund tilverunnar, eða öðlast þekkingu á guði, sem trúarbrögðin segja að sé hið eilífa líf. En þess ber að gæta, að jafnvel þótt trúarleiðtog- inn, hver sem hann nú er, hafi opinberað fylgismönnum sínum hinn fullkomnasta sannleika, sem menn fá skilið um guð og vilja hans, þá halda öll trúarbrögð því einrónia fram að heita má, að faðir- inn muni aftur »leiða hinn frumgetna inn í heimsbygðina«, eins og heilög ritning kemst að orði um Hrist. (Hebr. 1, 6.). Þess vegna er hugniyndin um endurnýjun hinnar guðdómlegu opinberunar alt af 31

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.