Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 36

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 36
eg gera að stólpa í musteri guðs míns, og hann skal þaðan aldrei út fara«. (Opinb. III. 12.). Það er takmarkið, sem allar sálir keppa að, inn í hvaða trúarbrögð, sem forsjónin hefir látið þær fæðast — alt eftir því sem hún hefir séð að þeim hentaði bezt. Alstaðarnálægð alföðurs er lýst á þessa leið: »Purusha hefir þúsund höfuð, þúsund augu, þúsund fætur og hann umlykur jörðina á alla vegu. . . . Þessi Purusha er alt, sem er og mun verða, því að Purusha er höfundur ódauðleikans. . . . Hendur hans og fætur eru alstaðar, augu hans, höfuð og eyru eru alstaðar, því að hann umlykur alla veröldina. Hann, sem drotnar og ræður yfir öllum hlutum, hefir engin skilningarvit, heldur eigin- leika allra skynjana. Hann er hið mikla athvarf allra. . . . Hann heldur öllum hlutum föstum, án handa, hvatar för sinni, án fóta, sér alt, án augna og heyrir alt, án eyrna. Hann þekkir alt, sem þekt verður, en enginn þekkir hann. Þeir (mennirnir) kalla hann frumveruna, hina miklu persónu, Purusha«. »Þessi guð er höfundur allra hluta, hann er hin mikla frumvit- und, er býr í hjörtum mannanna . . . Enginn hefir snortið hann og ekkert líkan getur líkst honum. Nafn hans er hin mikla dýrð«. En vera má, að hin indverska guðshugmynd komi hvergi eins ljóst fram og í hinum heilögu Hávamálum Austurálfu, Bhagavad- gíta. Það er auðvitað sagt í því helgiriti, að þeir séu fáir, sem þekki guð, en það er þó takmark hverrar mannssálar. Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir, segir heilög ritning. Hinu sama er haldið fram í Bhagavad-gíta. Þar segir: »A meðal þúsunda er varla einn einasti maður, sem keppir eftir fullkomnun, og af þeim mönnum, sem keppa eftir fullkomnun og öðlast hana, er varla einn, sem þekkir mitt insta eðli. ... I mér mótast alheimurinn og í mér sjálfum leysist hann upp að lokum. . . . Þú skalt vita, ó, sonur Pritha, að eg er hið eilífa útsæði alls þess, er lifir. . . . Þessi villuráfandi veröld þekkir mig ekki, hinn ófædda og 34

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.