Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 37

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 37
hinn óumbreytanlega. . . . Eg þekki allar fortíðar- nútíðar- og framtíðarverur, ó, Arjuna, en enginn þekkir mig«. (Bh.-gíta VII.). »í Brahmadöguninni rennur alt hið skynræna fram úr djúpi hins óskynræna. Það leysist svo aftur upp við komu næturinnar og hverfur inn í hinn guðdómlega óskynræna anda«. (VIII. 18). »Eg, það er að segja hið óskynræna eðli mitt, er í allri þessari veröld. Allir hlutir eiga rót sína að rekja til mín, en eg á ekki rót mína að rekja til þeirra. . . . Eg er fórnin; eg er fórnfæringin; eg er fórnardrykkurinn, sem feðrunum er færður; eg er ákvæða- þulan; eg er einnig fórnarviðsmjörið og brennifórnin. Eg er faðir alheimsins og móðir; eg er sá, er viðheldur honum, reginvaldur- inn«. (IX 4. 16. 17). »Hvorki veit fjöldi guðanna nje hinir miklu Rishíar deili á upp- runa mínum, sökum þess að eg er uppruni allra guða og hinna niiklu Rishía. Hver sá maður, á meðal dauðlegra manna, sem þekkir mig, hinn 'mikla drottin veraldarinnar, sem er ekki getinn né hefi átt mér upphaf, — hann er laus við alla villu og frelsaður frá hvers kyns synd. . . . Eg er, ó, Gudakesha, sjálf frumvitundin, sem lifir í hjarta hverrar einustu veru. Eg er upphaf, miðástand og endalok hverrar einustu veru. . . . Eg er frækornið, sem allir hlutir spretta upp af, ó, Arjúna. Og enginn hlutur, hræranlegur né óhræranlegur, gæti verið til, ef hann væri sviftur mér«. (X. 2. 3. 20. 39.). »Geislaflóð sólarinnar, er uppljómar allan himin og birtan, sem leggur af bálinu og mánanum, er ljósmagn, er leggur út frá mér. Eg á mér bólfestu í hverju einasta hjarta. 011 vizka og minni er frá mér komið«. (XV. 12. 15.). Og vér skulum svo að lokum heyra útdrátt úr lýsingu læri- sveinsins Arjúna, er hafði séð guðdóminn í allri dýrð sinni og veldi. Krishna eða Vishnú hafði ummyndast frammi fyrir honum á Kúruvöllum. Arjúna segir: 35 L

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.