Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 40

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 40
að vissu leyti talinn höfundur Tao-trúar, því að hann kom þessari trú í það snið, sem hún var í, áður en hún tók að blandast Búddha- trúnni. En frumdrættirnir í Tao-trúnni eiga auðvitað rætur sínar að rekja til ómunatíða og eru að öllum líkindum eins gamlir og mon- gólska þjóðgreinin. Tao er, eins og gefur að skilja, hin æðsta guðshugmynd, sem er að finna í trúarbrögðum Kínverja. Tao er uppruni allra hluta. Og hin dulræna tilvera anda og guða, segir einn hinna helztu fylgismanna Lao-tsze, spekingurinn Kwang-tsze eða Chuang-tsze, á einnig rót sína að rekja til Tao. Tao er hinn heilagi smiður himinsins og jarð- arinnar, því að Tao var til löngu áður en Tai-ki, þ. e. frumljós- vakinn, sem allir hlutir eru gerðir úr, var til. Tao er hafið yfir allar hugmyndir mannanna og þess vegna segir spekingurinn: Tao er öllu ofar, en þó getur það ekki hátt heitið. Tao er öllu neðar, en þó getur það ekki lágt heitið. Tao varð til löngu áður en himininn og jörðin urðu til, en samt verður ekki sagt, að það hafi verið lengi við líði. Tao er eldra en ómunatíðir, en þó getur það ekki gamalt heitið. Menn geta öðlast Tao, en enginn getur eygt það. Tao getur ekki breyzt, því að það er ekki undirorpið áhrifum tímans. Kærleiksleiðin, segir hinn kínverski fræðari, er sú leiðin, sem allir ættu að fara og liggur beinast til Tao, þ. e. kemur manninum í samvitund við insta eðli tilverunnar, er önnur trúarbrögð nefna guð eða drottin allsherjar. Og þess vegna segir Lao-tsze: »Eg er þeim mönnum góður, sem eru mér góðir og eg er einnig þeim góður, sem eru mér ekki góðir, svo að allir verði góðir. Og eg er þeim einlægur, sem eru mér einlægir og eg er einnig ein- lægur þeim, sem eru mér ekki einlægir, svo að allir verði ein- lægir«. Annars er Tao »ekki fjarlægt neinum af oss«, því að Tao er fólgið í hverri einustu mannsál, en þó er sá munurinn á hinu guð- dómlega Tao og hinu mannlega Tao, að hið fyrnefnda þekkir enga 38

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.