Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 42

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 42
lofkvæðinu enn fremur, hinn mikli smiður, sem hefir mótað líkami sína eigin höndum og er í alls konar líki, eftir því sem honum hefir þóknast. »Hvað er guð annað en hin óumbreytanlega gæzka?« spurði Hermes Trismegistos. trúarleiðtogi Fornegifta. Hann kendi, að guð væri í öllum hlutum, að hann væri himininn og jörðin, bæði skap- arinn og skepnan öll eða hið skapaða, eins og sést á eftirfarandi lofkvæði: Hver fær kveðið þér lofkvæði, kveðið um þig eða til þín ? Hvert á eg að renna augum mínum, er eg syng þér lof og dýrð? Á eg að líta þeim upp eða niður, inn á við eða út á við? Það er enginn sá staður til, þar sem þú ert ekki og þú ert allir þeir hlutir, sem til eru. Alt er í þér og allir hlutir eru líka frá þér. O, þú sem gefur alt, en tekur ekkert aftur því að þú átt alla skapaða hluti, enginn sá hlutur er til, sem þú átt ekki. . . . Þú ert alt og enginn hlutur er til, nema þú einn. Það sést og greinilega á bæn þeirri, sem hér fer á eftir, að Forn- egiftar hafa skoðað guð sem föður, eins og flestar aðrar guðstrú- arþjóðir. Sagt er að bænin sé eftir Rameses konung II. sem var uppi um miðja fjórtándu öld f. Kr. og hún er á þessa leið: »Hver ert þú, ó, faðir minn Amon? Getur nokkur faðir gleymt syni sínum? Eymdin er þeim vís, sem rís gegn vilja þínum. En sæll er sá maður, er þekkir þig, af því að alt, sem þú gerir, gerir þú af kærleiksríku hjarta. Ég ákalla þig, ó, faðir minn Amon«. 40

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.