Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 43

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 43
Þá er og önnur bæn, sem bregður upp fyrir oss eins og í skugg- sjá, sýnishorni af hinum háleitu hugmyndum, er Forn-egiftar hafa gert sér um höfund tilverunnar og er hún á þessa leið: »0, þú drottinn minn og guð, sem hefir skapað mig og mótað, gef þú mér auga til að sjá og eyra til þess að heyra dýrð þína«. Og þegar drottinn allsherjar er ávarpaður sem höfundur ljóssins eða guð sólarinnar, Ra, er það á þessa leið: »Lof og vegsemd sé hinu dýrðlega Ijósi ásjónu þinnar, sem ljómar á festingunni. Lof sé þér, ó, stjórnandi himin-skipsins, skap- arinn, drotnandinn, sem ert öllum mönnum jafnréttlátur. Eg fagna því að sjá þig svífa fram í voðum dýrðar þinnar«. Nú er hinn egifzki átrúnaður liðinn undir lok, nema hvað hann sýnist vera að ýmsu leyti sem endurborinn í kristindóminum, er reis upp við komu Krists, trúarleiðtogans, sem kallaður var frá Egiftalandi. (Sjá Matt. II. 15.). Með Zoroasterstrúarmönnum. I Zoroasterstrúnni eða trúarbrögðum Parsa er hugmyndin um guð eða drottin allsherjar tengd við hugniyndina um hina hvíldar- lausu baráttu á milli hins góða og illa, lífsins og dauðans. Höfundur lífsins, Ahúra Mazda, á sér öflugan andstæðing, þar sem Angra Mainya eða Ahriman er, sem er höfundur alls hins illa og sam- svarar hér um bil hugmynd kristinna nianna um Satan. Ahúra Mazda er skoðaður sem frumvitund tilverunnar, kominn út af eiiífðinni eða hinum ótakmarkaða tíma. Hann er gæzkuríkur guð og elskar allan heiminn eins og sést á eftirfarandi lofgerð: »Dýrð hans er meiri en svo, ljómi hans er bjartari en svo, að dauðlegir menn fái gert sér grein fyrir honum eða dauðlegt auga fái litið hann. Þá er augu mín fá eygt þig, insta eðli sannleik- ans, sem opinberar oss líf þitt í verkum þínum, þá kemst eg að raun um að þú ert frumandinn, ó, Mazda, sem varst svo gæzku- 6 41

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.