Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 46

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 46
Þá mælti Ananda: »Hvernig eigum vér að þekkja hann?« Hinn dýrðlegi svaraði og sagði: »Hann mun þekkjast sem Maitreya, það er að segja: heiti hans er kærleikur«. (Gospel of Buddha). Nú fer líka eftirvæntingaralda með Búddhatrúarmönnum víða um lönd eftir komu Maitreya, kærleiksmeistarans, sem Ðúddha spáði um.1 N\eð Múhamedstrúavmönnwn. Sú trú er getur heitið fullkomnasta eingyðistrúin er Múhanieds- trúin, því að jafnvel spámaðurinn Múhamed hefir aldrei verið tek- inn upp í guðatölu með fylgismönnum sínum. Þeir bera lotningu fyrir honum sem guðinnblásnum spámanni, en þeim hefir aldrei dottið í hug að tigna hann sem guðmenni eða guð. En hugmynd Múhamedstrúarmanna um guð hefir alt af verið hrein og háleit og ekki staðið að baki hugmyndum annara guðstrúarbragða, eins og sést á eftirfarandi ummælum hins mikla spámanns, Múhameds: »Seg guð er einn, guð er eilífur. . . . Hann er hinn fyrsti og hann er líka hinn síðasti. Hann er hin skynræna tilvera og hann er líka hin óskynræna og hulda. Hann er alvitur. Það er enginn guð til, nema hinn lifandi guð, sem er frá eilífð til eilífðar. Hann sigrast aldrei af svefni né blundi. Allir hlutir heyra honurn til, bæði « 1) Æðsti kennimaður Búddhatrúarmanna austur í Burma, Ledi Sayadaw að nafni tók að boða komu mannkynsfræðarans fyrir nokkrum árum. Hafði hann helgað sig guðrækilegu Iífi, þegar hann var tólf vetra og sökt sér niður í and- legar iðkanir og íhuganir í tuttugu og sjö ár. Segir hann að mannkynsfræðar- inn Kristur eða Maitreya, eins og hann er nefndur í Austurlöndum, muni koma opinberlega fram áður langt um Iíður og brýnir mjög fyrir fylgismönnum sínum að búa sig undir komu hans, með því að kosta kapps um að lifa óeigingjörnu lífi, temja sér íhuganir og forðast kjöfát. Fylgismenn hans voru 1916 um 50,000 og hafði þá fjölgað um 30,000 á tveim árum. 44

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.