Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 48

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 48
þegar hann fær Salómó syni sínum konungdóminn í liendur. Hann segir þar meðal annars: »Þín drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og há- tignin, því að alt er þitt á himni og jörðu. . . . Auðlegðin og heið- urinn koma frá þér, þú drotnar yfir öllu; máttur og megin er í hendi þinni og á þínu valdi er það, að gera hvern, sem vera skal mikinn og máttkan«. Og Gyðingar skoðuðu guð sem föður, eins og flestar aðrar guðs- trúarþjóðir. Það sést meðal annars á orðum ]esaja spámanns, þar sem hann segir: »Sannarlega ert þú faðir vor, því að Abraham þekkir oss ekki og Israel kannast ekki við oss; þú drottinn ert faðir vor, ,frelsari vor frá alda öðli', er nafn þitt«. (]es. LXIII, 16). Og spámaðurinn Malakía er auðsjáanlega á sama máli, þar sem hann spyr: »Eigum vér ekki allir hinn sama föður? Hefir ekki einn guð skapað oss?« Föðurhugmyndin er honum grundvöllur sá, er bræðralagskenn- ingin á að vera reist á, því að hann spyr ennfremur: »Hvers vegna breytum vér þá sviksamlega hver við annan og vanhelgum sáttniála feðra vorra?« (Mal. II, 10.). Og kenningin um ívist guðs í öllum hlutum blasir við oss með Gyðingum alveg eins og með Bramhatrúarmönnum. »Er eg þá að eins guð í nánd — segir drottinn — og ekki guð í fjarlægð? Getur nokkur falið sig í fylgsnum, svo að eg sjái hann ekki? — segir drottinn. Uppfylli eg ekki himin og jörð, segir drottinn«. (]er. XXIII. 24.). Gyðingar hafa verið sannkölluð raunaþjóð. Það er eins og alt hafi snúist þeim til ógæfu og þeir verið olnbogabörn forsjónar- innar, í stað þess að vera »guðs útvalda þjóð«, eins og þeir sjálfir hafa viljað halda fram, að þeir væru. Vonin um hinn mikla sendi- 46

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.