Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 50

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 50
Og þá gerir Páll postuli grein fyrir guðshugmynd kristinna manna í ræðu þeirri, er hann flutti Aþeningum forðum, þar sem hann segir: »Guð sem gerði heiminn og alt sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gerð, og ekki verður honum heldur þjónað af höndum manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti«. (Postulas. XVII, 24.—25.). Og þrátt fyrir það, að Páll postuli er, eins og fleiri andleg mikil- menni, það, sem kalla mætti fjölgyðistrúarmaður, að því leyti, að hann álítur að til séu margir guðir eða æðri verur, þá trúir hann ekki sjálfur né treystir 'á aðra guði en höfund tilverunnar. Hann segir: »Enda þótt til séu svonefndir guðir, hvort heldur eru á himni eða á jörðu — eins og til eru margir guðir og margir herrar — þá er þó ekki til fyrir oss nema einn guð, faðirinn, sem allir hlutir eru frá og alt líf vort stefnir til. (I. Kor. VIII. 5.—ó.). Ekkert helgirit talar eins ítarlega og afdráttarlaust um endur- komu nokkurs trúarleiðtoga og heilög ritning talar um endurkomu Krists, enda ber mörgum hinum mestu biblíufræðingum, að því er sagt er, saman um það, að aðalþátturinn í fagnaðarerindi Krists sé boðskapurinn um endurkomu hans. Þess vegna hefir líka vonin um endurkomu hans gert öðru hvoru vart við sig innan kristninnar, alt frá dögum postulanna og fram á þenna dag. — Og nú er sem lifni víða yfir þessari von, þar sem hin helkalda hönd aldeyf- unnar hefir ekki lagst á trúarlífið og kristnihald og helgir siðir eru ekki orðnir gagnslítil og gleðisnauð vanaiðja. Himinbrúin. í hinum litlu trúarleifum feðra vorra er sagt, að guðirnir hafi gert brú eina, er liggi af jörðu til himins. Er hún kölluð Bifröst. Sést hún þegar sólin skín á skúra-úðann og fær hún liti sína og ljóma úr hinum brotnu geislum sólarljóssins. 48

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.