Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 72

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 72
Vegurinn. Eg gat þess hér að framan, að öll hin meiri háttar trúarbrögð hafa haldið því fram, að þessi vegur sé til. Honum er lýst glögt og greinilega í öllum hinum meiri háttar trúarbrögðuni Austurlanda. Og í hinni rómversk kaþólsku kirkju, sem hefir varðveitt ýmsa forna fræðslu einna minst afbakaða frá dögum Krist, er að finna svo skýra og ítarlega lýsingu á veginum, að vér gætum alveg eins notað hin kristnu heiti á hinum ýmsu áföngum hans eins og að grípa til orða, sem notuð eru í hinum austrænu trúarbrögð- um og á öðrum tungum. Það skal aðeins bent á það í þessu sam- bandi, að hinar miklu og dulrænu erfðakenningar fornaldarinnar urðu hörmulega afbakaðar og úr lagi færðar á hinum miklu bylt- ingar tímum, bæði í trúmáluni og stjórnmálum, er vér nefnum sið- bótartíma. Sumar þessar afbakanir voru sprotnar af trúar-ástæðum, en aðrar af stjórnmála-ástæðum. Þegar afturkippurinn kom, eftir hina margvíslegu misbeiting klerkavaldsins og hjátrú og hindurvitni þeirra tíma, fór, því miður, margt gott og nytsamt í súginn, er hafði upprunalega tilheyrt hinum kristnu kenningum og andlegu uppeldi kristinna manna. Mætti til dæmis benda á hinar ákveðnu hugsana- iðkanir, er áttu að geta orðið til þess að þoka manninum þannig í framfara-áttina, að honum tækist að ná fullkomnu valdi yfir líkama sínum, hugsunum og tilfinningum. Hin forna og andlega uppeldis- aðferð þroskar hjá manninum hina andlegu hæfileika miklu örar en þeir geta þroskast með öðrum hætti. Aðferð þessari var alger- lega hafnað, sökum þess, að hún hafði blandast niargvíslegum hjá- trúarhugmyndum, enda hafði henni þar á ofan verið misbeitt svo oft, að hún hafði leitt til andlegrar kúgunar. Samt er hana að finna enn í dag í hinni kaþólsku kirkju. Og nú eru ýms önnur trúarfélög farin að svipast um eftir þessum hulda vegi; því að, þegar að er gáð, hefir kristindómurinn staðið ver að vígi en skyldi gagnvart 70

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.