Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 74

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 74
Takmarkið. Takmark það, sem vegurinn liggur að, er það að koma sál manns- ins í fullkomna samvitund við guð, að hún og guð verði eitt, ekki aðeins á bænarstundum trúrækninnar, eða hrifningar augnablikum dulsæisins, heldur að sál mannsins öðlist þetta vitundarsamband smám saman, unz það er orðið svo ríkt, að sálin finnur, að hún og allsherjarlífið er eitt og að hún getur ekki orðið viðskila við það. Þetta er takmarkið. Vér finnum, að það er sveigt að þessu, þar sem sagt er: »að þekkja guð er hið sanna líf«. Þá er ekki um nokkra trú að ræða eða sannfæring um tilveru guðs, heldur þekk- ing. Og í þessari þekking er fólginn ódauðleiki mannsins. 1 hinum fornu helgiritum Gyðinga er sagt, að guð hafi skapað manninn í mynd sinnar eigin eilífðar. Og hinn nafnkunni kristni biskup Am- brosíus sagði þessi sérkennilegu orð við einn af lærisveinum sínum: »Þú skalt verða það, sem þú ert«. Orð þessi sýnast fljótt á litið vera hin mesta fjarstæða, en þau fela samt í sér guðdómlegan sannleika. Því að þú verður að öðlast meðvitundina um það, sem hið guðræna eðli þitt hefir í sér fólgið. Ef þú hefðir ekki guðdóms- fræið geymt í sál þinnj, gæti hið guðdómlega blóm aldrei sprungið þar út. En það er unt, sökum þess að guðdómsfrækornið er fólgið í hjarta hvers einasta manns. Takmarkið, sem þeir menn hafa sett sér, er hafa lagt inn á veginn, er að komast í fullkomið vitund- arsamband við sjálfan guð. Skifting vegarins. Veginum er skift í þrjá kafla í hinum kristnu fræðum; en í fræð- um Brahma- og Búddatrúarinnar er honum skift í tvo kafla eða skeið. Það liggur þegar í augum uppi, að heiti þessara kafla í hin- um austrænu og vestrænu trúarbrögðum benda á samskonar reynslu meðvitundarlífs, sem er tekið að glæðast. I hinum kristnu fræðum 72

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.