Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 80

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 80
Það vill oftast nær verða svo, að hugurinn gerist húsbóndinn en maðurinn verður þjónninn. Hafið þér ekki einhvern tíma orðið and- vaka, sökum þess, að þér hafið ekki getað losnað við einhverja hugsun, ekki getað hætt að hugsa um eitthvað? Hvar hefir þá verið öll stjórn yðar á huganum? Það er þá hugurinn, sem hefir þjáð yður og þreytt. En það færi betur á því, að hann væri yður hlýðinn þjónn. Þér ættuð að geta hrundið hverri hugsun úr huga yðar, sem þér hafið engin not af og getur ekki bætt úr neinu. Ef vér eigum til dæmis við fjárhagslega erfiðleika að stríða eða ein- hverjar áhyggjur, liggjum vér ef til vill vakandi tímunum saman. En hvers vegna? Ekki bætir andvakan úr áhyggjunum, hún gerir ekki nema iit verra, því að hún verður til þess að lama starfsþrek vort, og ekki bætir það úr skák. En sá maður, er hefir fullkomna stjórn á huga sínum, harðlokar hugskoti sínu fyrir hverri hugsun, er hefir ekkert gildi, hvorki fyrir hann né aðra. Hann sofnar því vært, er hann gengur til hvíldar, og vaknar svo aftur að morgni, endurnærður og styrktur og ræðst þá gegn erfiðleikunum með nýj- um þrótti og áræði. Og fari svo að yður finnist einhver hugsun sé yður ofjarl, þá látið samt ekki hugfallast, heldur reynið að vinna bug á henni og brjóta hana til hlýðni. Hafið það fyrir vana að verja nokkrum mínútum, áður en þér gangið til starfa, til þess að hugsa um eitthvert takmark, sem þér hafið sett yður. Dezta tak- markið, sem þér gætuð sett yður, er að öðlast einhverja sérstaka dygð eða eðliskost, því að hugurinn hefir sköpunarmátt í sér fólg- inn, og þér verðið það, sem þér hugsið. Þegar þér viljið temja yður að hafa stjórn á huganum, er mjög æskilegt að þér veljið yður einhverja sérstaka dygð til slíkra hugs- ana-iðkana, svo að hún greipist í skapgerð yðar eða lunderni. Með því sláið þér »tvær flugur í einu höggi«, eins og máltækið segir. Þér innrætið yður þá þessa dygð, sem þér hafið gert að íhugunar- efni, og fáið jafnframt smám saman vald á huganum, er leggur 78

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.