Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 86

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 86
leikum sínum, heldur að eins að gera hina ósýnilegu líkami sína sem fullkomnust starffæri, svo að hann geti starfað með fullkomnum hætti í hinum þremur ósýnilegu heimum, sem eru tengdir við þetta tilverustig, er vér nú lifum á, og jafnvel í enn þá æðri heimum. Hann verður að hafa gert innri byggingu hinna ósýnilegu líkama fullkomna, áður en hann tekur þriðju vígsluna, því að hann verður að vera fær um að starfa og geta komið hverjum þeim til hjálpar, sem þurfa á hjálp hans og handleiðslu að halda í hinum þremur heimum, áður en hann gengur gegnum hlið þriðju vígslunnar. Hann verður að hafa sagt skilið við allar persónulegar tilfinningar eða það að fara eftir því, hvort hann hefir sjálfur þokka eða óþokka á einhverju. En þær tilfinningar láta eins og kunnugt er mjög mikið til sín taka í lífi manna. En lærisveininum lánast samt þetta, sök- um þess að hið guðræna eðli hans kemur betur og betur í ljós og skapar hjá honum eðlishvöt, sem lætur hann finna, að það er að eins efnishjúpur andans og hið fallvalta, er líður þá og þegar undir lok, sem veldur aðskilnaðar-tilfinningunni og mismun hér í heimi. Fjóvða uígslan. Þegar svo lærisveinninn hefir öðlast hið fullkomna jafnvægi, er alveg eins boðinn og búinn til þess að hjálpa þeim, sem hata hann og hinum, er elska hann og hefir meira að segja eins mikla unun af því að gera andstæðingum sínum gott og þeim, seni fylgja hon- um, er hann reiðubúinn til þess að taka fjórðu vígsluna og þarf þá ekki að fæðast framar inn í þenna heim. Vígsla þessi er táknuð í hinum kristnu fræðum með píslarsögu Krists. Þess ber að geta, að æfisaga Krists er ekki að éins frásaga, er sýnir, hvað drifið hefir á daga ]esú í einni jarðvist. Hún er jafnframt þrosk- unarsaga mannsandans eða meðvitundarlífsins, er tekur hverja vígsluna eftir aðra. Fæðing Krists táknar fyrstu vígsluna, þar sem 84

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.