Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 90

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 90
af biblíu-rannsóknunum, minnist þess að einn af hinum færustu biblíufræðingum gaf út bók hérna um árið, er hann nefndi: Ekki Pá/I, he/dur Jesús. Heldur hann því fram — og hann hefir mik- ið til síns máls —, að guðfræði kirkjunnar nú á tímum sé að miklu leyti guðfræði Páls postula, en sé ekki grundvölluð að mestu leyti á ummælum þeim, sem ]esú Hristi hafa verið eignuð. Um- mæli ]esú sjálfs, eins og skýrt er frá þeim í guðspjöllunum eru ofur auðskilin og ótvíræð og eiga ekkert skylt við hinar einkenni- legu guðfræðigátur, sem menn hafa verið að glíma við og margar deilur og miklar hafa risið út af. Það væri því ekki nema eðlilegt, að hann kæmi til kirkna sinna og segði við þær eitthvað á þessa leið: »Hví eigið þér í deilum hverir við aðra? Hvað á deiluefni yðar skylt við kenningar mínar? Takið til starfa og gerið það, sem eg sagði yður síðast, þegar eg var hér og þá getur ef til vill farið svo, að þér öðlist þekkingu á þeim hlutum, sem þér brjótið nú að óþörfu heilann um«. Hann var ekki myrkur í máli, leiðbeiningar hans voru skýrar og ótvíræðar. Þér munið það, sem hann sagði um hinn efsta dóm. Þér munið að hann sagði, að allar þjóðir yrðu kallaðar fram fyrir dómstólinn og þar sem hann á að verða dómarinn, má gera ráð fyrir að hann muni hafa farið nokkuð nærri um; hvaða atriði kæmu helst til greina við það tækifæri. Og hann spyr líka sérstakra spurninga. En hvað er það, sem hann spyr um? Vér gætum búist við, eftir öllu því að dæma, sem oss hefir verið kent í kirkjunum, að fyrsta spurningin, sem hann spyrði yrði að minsta kosti þessi: »Hafið þér trúað á mig?« Og þar næst mundi hann að líkindum spyrja: »Hafið þér farið iðulega til kirkju ?» En hvernig sem á því stendur, þá gleymir hann báðum þessum spurningum og spyr menn að eins: Hafið þér satt hungraða, sval- 88

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.