Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 3
iðunn|
Jólagestir.
Eftir
Hans Aanrud.
[Hans Aanrud, einn hinna helztu og beztu af yngri
skáldsagnahöfundum Norðmanna, er fæddur 1863 i Gaus-
dal vestra í Noregi. Fyrsta smásagan hans kom út 1887, og
fyrsta smásagnasafniö 4 árum síðar, en siðan hvert af
öðru. Eru nú öll rit lians komin út í 6 bindum á kostnað
Hyldendals. Aanrud er einkar góðlátlegur og elskulegur
höfundur. Sérstaklega er bændasögum hans við brugðið.
Þykja þær öllu sannari en bændalýsingar Bjwrnson’s og
Þó sagðar af jafnmikilli snild. — Með því að »Iðunn« hefir
fengið sérstakt leyfi Gyldendals til þessara þýðinga, er
eftirþrentun bönnuð.]
Það var orðið næstum aldimt inni í hinni rúm-
góðu stofu í hjáleigunni. Eldurinn í lilóðunum var
Því nær útbrunninn, en kastaði þó við og við llökt-
andi glætu fram á gólfið; en svo dauf var hún, að
hún náði ekki út í skotin.
Á miðju gólfinu stóð há og fölleit kona. Rendi
hún augunum hálf-raunalega til stóra rúmsins í
stofuhorninu og gekk svo hljóðlega að hurðinni
°g út.
Það brast í hurðinni af frosthörkunni, jafnvel eflir
að hún var sígin aftur. Mátti síðan heyra marra í
snjónum með húshliðinni og gaflinum undan hæg-
uni, hykandi skrefum. Stöðnuðu þau hinum megin
Vlð húsið undir glugganum. En fyrir glugganum
hékk hvítt nátttjald, er náði upp fyrir hann miðjan.
Nú var alt orðið hljótt. Að eins mátti heyra liírð
1 stóru klukkunni inni í stofunni. Það var eins og
tðunn IV. 11