Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 18
176 Sigurður Nordal: [IÐUNN sem er að setjast bak við Heklu og Þríhyrning, sjálfstæðið, drengskapurinn, bókmentirnar. Sorgirn- ar eru enn þyngri en það. þessi lína getur verið miklu eldri, getur verið kveðin á dögum Jóns Loftssonar, meðan hagur þjóðarinnar var með mest- um blóma, getur hafa verið sungin af yngri Þóru, dóttur Guðmundar gríss, meðan hún var heimasæta á Þingvöllum og gekk með systur sinni að bleikja léreft sín í Almannagjá, löngu áður en hún varð kona Þorvalds í Hruna og móðir Gissurar með yglibrún- ina. f*essar sorgir eru ekki bundnar við tima ne tækifæri, stað né stundarhag. Það er sorgin sjálf, eilíf og allsstaðar nálæg, sem fylgir manninum eins og skugginn hans. í augum hvers sannarlegs Ijóð- skálds blikar á tár, jafnvel þegar hann brosir. Og öll alþýðukvæði, allra tíma og allra þjóða, hafa á sér þunglyndisblæ. í djúpi mannssálarinnar, eins og í djúpi hafsins, er alt af myrkur. En ég hverf aftur að brotunum. Alt, sem á að geta náð tökum á okkur, verður að vera dularfult eða óráðið. Tilvitnunarlistin, sem einmitt rífur brot út úr samhengi, er stundum falin í því að benda a nýjan skilning, en hún er á bærra stigi þegar hún skapar nýjar gátur, gerir brotin margræðari. Bók- mentasagan gerir þetta oft, óviljandi. Þess vegna er hún svo örvandi lestur. Eg dáist auðvitað að þeim djúpfæru sálum, sem vilja »ekki lesa um bækur án þess að lesa bækurnar sjálfar«, en ég get ekki að þvl gert að taka oftsinnis þætti úr æfisögu skáldsins og blikur af verkum hans fram yfir ,011 rit‘ í 12 bindum- Mennirnir eru eins og kvæðin. Sá sem hefir selt af hendi síðasla leyndarmál sitt, heíir líka mist all vald sitt yfir öðrum. Hugsaðu um ástmeyna, sem lestin eða eimskipið hreif frá þér í tæka tíð, meðan sagan var rétt að byrja. Hún fylgir þér alla ævina, sífelt ung og óráðin. Og svo hinar, sem fengu að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.