Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 33
IÐUNN]
ísland fullvalda ríki.
191
Þó eru sýnilega tvö atriði, sem hvorugur aðilja hefir
'viljað gefa neitt eftir af: ísl. nefndarmennirnir hafa
ekki viljað gefa neitt eftir af hinni skýlausu viður-
kenningu á fullveldi íslands, og dönsku nefndar-
mennirnir hafa ekki viljað gefa neitt eftir af jafnrétti
i'íkisborgaranna né fiskiveiðaréttinum þau 25 ár, sem
samningurinn á að standa óhaggaður.
Þótt þetta séu nú að vísu mikil lilunnindi fyrir
Pæreyinga og Dani, þá er það þó litið á móts við
skýlausa og yfirlýsta viðurkenningu Dana á ævarandi
fullveldi og hlulleysi íslands. Pví með viðurkenn-
ingunni á fullveldinu virðist íslandi sjálfu í lófa lagið
uð haga bæði löggjöf sinni og stjórn næstu 25 árin
svo, að því stafi engin veruleg hælta af jafnréttis-
ákvæðinu. Gæti íslendingar á annan bóginn skóla
sinna, að ekki sé t. d. liðið að kenna þar á öðru
máli en íslenzku; og geri þeir á hinn bóginn viss
ttientunarskilyrði og þekkingu á stjórnarfari og lög-
8jöf landsins að skilyrði fyrir kosningarrétli og kjör-
gengi, virðist engin hætta þurfa að vera á því, að
’nnflytjendur geti nokkru sinni ráðið hér lögum og
lofum. Og setji íslendingar líkt og Danir búsetu sem
skilyrði fyrir öllum atvinnurekstri í landinu, öðrum
ett fiskiveiðum; og gæti þeir þess á liinn bóginn að
sinásmeygja ekki fjárhagslegum fjötrum á landið með
miklum lántökum í Danmörku eða annarsstaðar,
liá virðist atvinnurekstri og fjárhagslegu sjálfstæði
^undsins borgið.
Alt er fengið með viðurkenningunni á fullveldinu,
ef vér að eins kunnum með það að fara. þessi
klunnindi, sem Danir hafa fengið nú um 25 ára bil,
kafa þeir haft óátalið alt til þessa; en oss hefir jafnan
skort viðurkenninguna af Dana hálfu fyrir því, að
Ver værum frjálsir og fullvalda um vor eigin mál.
Þessa viðurkenningu fengum vér 18. júlí 1918, og
Því verður þessa dags minst sem eins hins helzta og