Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 38
196
Þórunn Richarðsdóttir:
[ IÐUNN
ekki sjónar á neinum sinna og slátrar alikálfinum,
þegar týndi sonurinn kemur heim. Það er forðabúr
þjóðsagna og kvæða; það á sína eigin helgisiði; það
geymir minningu forfeðranna, sem engin saga greinir
frá. — Þar má hver og einn vera eins og honum
er eðlilegast, á meðan hann truflar ekki samræmið.
— Ekkert er til liprara og miskunnsamara, sem
mennirnir hafa skapað. Ekkert er til, sem eins er
elskað, eins mikils er metið og verlt konunnar,
heimilið«.
Svo mörg eru hennar orð. — En er nú svo hægt
að segja þetta um öll heimili? Nei, því miður. Heim-
ilin geta verið eins mismunandi og mislyndar mann-
eskjur eða vont og gott veður. Ég hlýddi einusinni
á lal tveggja erlendra skipstjóra. »Eruð þér kvænt-
ur?« spurði sá eldri. »Já, því er nú ver«, svaraði
hinn. »t*að er versta glappaskotið, sem ég hefi gert
á ævi minni«. — »F*etta er sorglegt að heyra«, svar-
aði eldri maðurinn alvarlega. »Eg er búinn að vera
kvæntur í 21 ár, og ég þakka guði á hverjum degi
fyrir konuna mína«. — Annaðhvort hafa nú þessir
menn verið inis-nægjusamir, eða þeir hafa átt mis-
góð heimili, eða hvorttveggja. Það er engin von að
stúlka, sem máske tekur lítinn skörungsskap í arf,
fær lítilfjörlegt uppeldi, fer »eitthvað« til að ment-
ast, lærir þá helzt hekl, útsaum og dans, en hvorki
»að koma ull í fat né mjólk í mat«, — það er engia
von, segi ég, að hún geti skapað gott lieimili fyr,r
sig né sína. En að því ætti pilturinn að ganga vak-
andi, sem óskar að fá hana fyrir konu. En þess-
konar athuganir sýnast, því miður, of sjaldan gerðar
fyr en um seinan, en þar má oft finna undirrótina
að ógæfusömu heimili og — hjónaskilnaði.
Það væri fróðlegt að athuga helztu atriðin, sem
gera muninn á góðu heimili og ekki góðu. Og ur
því við nú skoðum það frá kvenfólkshliðinnb