Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 44
"202
Þórunn Richarðsdóttir:
[ IÐUNN
túnunum. Altaf er verið að biðja um að lána sér,
fyrst og fremst allskonar áhöld, og svo bolla af kaffi,
V2 pund af sj'kri o. s. frv. Þetta er argasti ósiður.
Það þarf jafnt að kaupa hlutina fyrir jiessu, nærri
því frernur, því að þá er þörfin orðin tvöföld. Og
svo er oít skilað heldur meiru aftur en lánað var,
bæði til að trj'ggja sér fremur næsta lán, og svo til
að heita ærlegur í viðskiftum. En þá eru þetta orðin
lirein og bein útlát, en enginn hagur, og styðst ekki
við neitt nema fyrirhyggjuleysi og slóðaskap. Pví
ekki t. d. brenna kaffi í tima, áður en hitt er alveg
búið, og þurfa svo ekki að fá til láns á könnuna,
þegar gesturinn er kominn. Það má segja um þad
eins og fleira: »Svo eru hyggindi sem í hag koma«-
-Eitt sinn kom til mín stúlka, sem var að finna vin-
konu sína, er hún hafði ekki séð utn mörg ár og
var nú farin að búa; hún var þar eina nótt. »Þótti
yður gaman að koma til vinkonu yðar?« spurði ég-
*Æ, ég gat svo sem ekkert talað við liana«, svaraði
hún og komst við. »Hún átti ekkert brauð til og
varð að fara að mala í kökur handa okkur, gera
jiær og baka, og kom varla inn alt kvöldið«. Ætb
það hefði nú ekki mátt haga þessu öðruvísi, svo að
báðum hefði orðið meiri ánægja að? Jú, ég held
það. Það er gamla sagan um forsjálu meyjarnar og
óforsjálu, en hún er líka alt af ný.
Eitt, sem stafar af þessum slæma ósið, er það,
hve lítið verður að verki. Að vísu er nú orðið fátt
kvenfólk á heimilum; en þó sér maður þess dæmi
á stöku bæ, að með hagsýni og kostgæfni má gera
mikið meira en víða er gert, t. d. að heimilisiðnaði.
fað er t. d. ein kona í sveitinni minni, sem getur
sýnt heimaunnin, handprjónuð brekán yfir hverju
rúmi í stórri baðstofu. Slíkt er mikið verk, en bæði
prýði og sómi að. Manni lcemur til liugar það, sem
Telemakkus er látinn segja í Ödysseifskviðu Hómers