Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 45
iÐUNN1 Heimilið. 203 við móður sína, Penelópu, er þau yrtust á um bú ÓdjTsseifs: »En þú gakk til þinnar dyngju ok vand- aðra gæt verka þinna, vefjarstóls ok stiltra teina, ok bjóð ambáttum öllum at sitja verkum at ok vinnu rækja«. Það ætti að gefa verðlaunapening fyrir þess- konar afbrigði ekki síður en íyrir sund og glímur, bótt ekki væri til annars en að hvetja ungu stúlk- urnar okkar til að fara og gera slíkt hið sama. Þótt mér þyki fyrir að þurfa að segja það, þá sýnist mér helzt líta út fyrir, að andinn 1 unga fólk- Jnu okkar sé að verða sá, að það vilji t. d. heldur sálast í erlendum búðarsokkum en lifa góðu lífi í íslenzkum ullarsokkum. Og sama er að segja um •nargt annað útlent prjál og sundurgerð í klæða- ^urði, er ég álít sett til höfuðs okkar hispurslausa ^slenzka eðli, sem líf okkar þó sem þjóð er undir komið, að glatist eigi. Og ég tek undir með Charles ^Vagner: »Síðan þær fóru að láta skraddara og ný- Þ’zkusala sauma utan á. sig og selja sér mjög tví- ræðar eftirstælingar slórtízkunnar, er þokkinn því Qser horfmn úr ldæðaburði almennings. En er samt nokkuð þekkilegra til en ung, blómleg verkakona ®ða sveitastúlka, klædd í búning sveitar sinnar og skreytt töfrum einfeldninnar einnar?« Eða eins og ^kkar síra Þorlákur segir: Sæmri mun ei sinum ver | silkiklæddur sprakki en meyja hrein og hýrlynd er | hulin vaðmálsstakki. Otrúlegt er, hve miklu konan getur til vegar komið, þegar hún reglulega vill. Þýzkt orðtak hljóðar svo: Hjónabandsins höfuð er húsbóndinn, en hálsinn, sem því hringsnýr, er hinn makinn. °g það er máske eitthvað til í því stundum. Sjaldan Verður kvenmanninum ráðafátt, ef ekki er um stór- læði að tefla. Karlmenn hafa komið sér á meira ^ekur, þótt ólíklegt sé. Þeir geta t. d. ekki rekið nagla nema með hamri, en kvenmaðurinn rekur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.