Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 50
208 íslenzkir listamenn: [iÐUNN afbragðs-listamaður í ofan á lag, þegar honum tekst upp. Ríkharður rekur ætt sína norður í Skagafjörð til Jóns nokkurs og Ásdísar[?], er íluttu þaðan búferlum í lok 18. aldar alla leið austur að Kelduskógum á Berufjarðarströnd. Urðu þau, eftir því sem sögnin segir, þar bæði til undir skriðu nokkru síðar. Elzt barna þeirra var Jón, og átti hann auk fleiri barna Jón þann, er lengi bjó í Borgargerði við Djúpavog. Ásdísi, sem giftist í Vestmanneyjar, og Lísibetu, er giftist þórarni, syni Richards Long, sem var Eng- lendingur. Þau þórarinn og Lisibet bjuggu á Núpi a Berufjarðarströnd og áttu fjölda barna. Elzti sonur þeirra var Jón, faðir Ríkharðar listamanns. Jón var tvíkvæntur, átti 8 börn við fyrri konu sinni og misti þau öll. En við síðari konu sinni, Ólöfu Finnsdóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði, gat hann Ríkharð elztan barna. Ríkharður fæddist í Tungu 20. sept. 1888, en 1 árs flullist hann með foreldrum sínum að Strýtu i Hálsþinghá og ólst þar upp. Lísibet, amma Ríkbarðar, var einstök gæðakona; mátti hún ekkert aumt sjá og ól jafnvel rottur og mýs í búi sínu. En Þórarinn Long, afi hans, var maður fasthuga og fékst mjög við smíðar. Þetta gekk að erfðum til Jóns, föður Ríkharðar, sem var smiður hinn bezti og ákaílega vandvirkur, þótt lítið bsert hann úr býtum fyrir smíðar sínar. En hann bafði aftur þau áhrif á Ríkharð son sinn, að hann lók að »föndra« (fást við smíðar), jafnvel áður en hann man sjálfur eftir sér. Gerði þá faðirinn sér upp tsepi" tungu við soninn og nefndi það »tálgufagurt«, sem hann var að tálga og krota. Þegar Ríkharður vai átta—níu vetra, var hann búinn að búa sér til alveg sérkennilegan skurðstíl, auðvitað mjög svo einfafdan, en þó frumlegan, enda engar fyrirmyndir að fara eftir nema útskurður föður hans frá yngri árum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.