Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 65
IfiUNN] Er sócíalisminn í aðsigi? 223 >ns, og hafa þar bæði betri og ódýrari vörur á boð- stólum en verzlanir einstakra manna geta útvegað sér. Sem dæmi þessa má nefna ýms skógerðahús á Kretlandi, eins og t. d. Freeman, Hardy & Willis, Idd., sem hafa 475 sölubúðir hingað og þangað um alt land, og smjörlíkis- og ostagerðahús eins og t. d. Maypole Dairy Co., Ltd., sem hefir hvorki meira né minna en 822 sölubúðir víðsvegar um Bretland. Sumum af útsölustöðum þessara vörugerðahúsa er svo yfirlætislaust fyrir komið, að fólk grunar varla, að það sé að eiga þar bein kaup við sjálfan fram- leiðandann. Ljósmyndavélafélagið Eastman Kodak Co. og Singer saumavélafélag eru nú orðin svo öílug framleiðslu- og verzlunarfyrirtæki, að þau ná til allra landa nú orðið. Eru þetta að eins nokkur dæmi, en alls eru eitthvað um 70 þús. slíkra framleiðslu- og verzlunarfélaga, sem eru að drepa einkaframtakið, á Bretlandi einu saman. Loks kemur það fyrir nú orðið, að þessi miklu framleiðslu- og verzlunarfélög slái sér saman og niyndi, svo litið beri á, stórefiis verzlunarhringa, er að síðustu ná um allan hnöttinn, eins og t. d. hið alþekta Standard Oil Co. Þessir hringar linna sjaldnast fyr en þeir eru búnir að leggja undir sig Iramleiðsluna og verzlunina 1 einhverri grein um endilangan heim. En hvað er nú það, sem hér er að gerast? Það er sameignin og samstaríið, sein er að koma í staðinn fyrir séreignina og einkaframtakið. En það skrítnasta v'ð þetta alt saman er þó það, að þetta sívaxandi samstarf og samvinna er að bola sjálfum eigendun- U|n, sjálfum auðkýfingunum frá stjórninni á allri l'essari framleiðslu. Eins og vélaiðnaðurinn á sínum líina rændi verkamennina verkfærum sínum og hand- verki, eins er nú liin margbrotna framleiðsla og ^óknu viðskiftasambönd að ræna auðmennina sjálfa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.