Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 72
230 Ágúst H. Bjarnason: l IÐUNN Nýja Suður Wales fram með frv. til laga á öndverðu ári 1912 þess efnis að skipa þriggja manna nefnd til þess að sjá um húsabyggingar þær, er ræddi um í frv., og hafa lokið þeim á næstu 5 árum. En efni frv. var það, að nefndinni skyldu fengnar í hendur 336 ekrur lands, er var 3j* mílu vegar frá miðbiki Sydney-borgar, og skyldi bygður þar svonefndur »garða-bær« (Garden Cityj eftir ágætustu fyrirmynd- um.1 *) Húsin skyldu aðallega ætluð verkamönnum og fjölskyldum þeirra og húsaleigan lág, enda skyldi borgin ekki hafa neinn beinan hagnað af fyrirtækinu. Húsin skyldu leigð til 7 ára í senn og húsaleigan ekki reiknuð hærra en það, að hún gæti svarað 4°/o af andvirði húss og lóðar, svo og virðingargjaldi og viðhaldskostnaði, þannig að alt fyrirtækið væri borg- að upp á 50 árum, borginni að koslnaðarlausu. Byggingadeild stjórnarráðsins skyldi búa til alla upp- drætti að húsunum; en verkfræðingadeild ríkisins skyldi sjá um framkvæmdirnar og skyldi farið með þetta sem hvert annað opinbert fyrirtæki, þannig að ríkið tæki að öllu leyti verkið að sér. Múrsteinarnir voru búnir til í múrsteinssmiðjum rikisins. Sömuleiðis keypti ríkið nokkur trésmíðastæði, þar sem öll trésmíðin var unnin. Steinnámur ríkisins lögðu til grjót og steypuefni i götur og grunna; en gasbrenslan lagði til gjall í gjallplötur og aðra steypu. Verkið var hafið í júní 1912. Húsin eru bygð saman tvö og tvö og eru mjög rúmgóð. Hvert hinna stærri húsa hefir t. d. þrjú svefnherbergi, 7 X 6 al., 6 X 5^2 al., og ð1/* X 5l/2 al. að stærð, eina setustofu 8 X 7 a^’ og auk þess eldhús, búr, baðherbergi, þvottahús, vanhús og húsasvalir eða palla bæði fyrir framan og aftan húsið. Þegar búið var að reisa nokkur hús, var leigan ákveðin, 61,20 á mán. fyrir hin stærri 1) Sbr. ritg. próf. Guðm. Hannessonar i Árbók Háskólans 1915—16: Um skipulag bæja.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.