Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 73
IÐUNN 1 Er sócialisminn i aðsigi? 231 hús, en um 50 kr. fyrir hin minni, og var leigan þó 10—15 kr. lægri en fyrir samskonar hús í einstakra manna eigu, enda sást þetta bezt á eftirsókninni eftir nýju húsunum. Umsækjendur um fyrstu húsin voru eitthvað um 1600 og var dregið um, hverjir hreppa skyldu, því að svo var áskilið í lögunum, að engin sérstök stétt verkamanna skyldi ganga fyrir annari. Ymsar tegundir húsa hafa verið reistar og eiga þau samtals að geta hýst um 8 þús. manns. En hverfi þetta hefir hlotið heitið Dacey Garden Citij. Áætlað var, að alt fyrirtækið mundi kosta 16 milj. 200 þús. kr. og gat forsætisráðherra Nýja Suður Wales þegar lýst því yfir í júlí 1913, að það hefði fyllilega hepnast. Þessi húsagerð ætti nú ekki síður en landa- og lóðarkaupin að geta orðið íhugunarefni fyrir Reykja- vfkurbæ og aðra smákaupstaði út um land, undir eins og byggingarefni og verkalaun fara að lækka í verði aftur. En þá ælti að byggja betur og ódýrar en hjalla þá, sem Rvíkurbær hefir nú verið að hrófla upp við hinn svonefnda »Suðurpól« hér i Reykjavik. Ýmisfegt íleira mætti nú nefna sem dæmi félags- legra framkvæmda og fyrirtækja af hálfu hins opin- hera; en vandinn er, að um svo margvísleg fyrirtæki er að ræða, að maður veit naumast, hvar maður á helzt að bera niður. Þó skal nú enn vikið að tveim til þrem dæmum, gasinu í Parísarborg og neðanjarð- urbrautinni þar, og svo að lokum að hagnýtingu Vatnsaflsins víðsvegar um lönd. Fyrir 13 árum voru gasstöðvar Parísarborgar eign óflugs hlutafélags, sem alt af var að færa sig upp á skaftið við viðskiftavini sína. Að lokum var gas- verðið orðið svo hátt, að fólki tók að ofbjóða. Sá horgarráðið í París þá ekki annað ráð vænna en að hlaupa undir bagga með gjaldendum og greiða a/3 gasverðinu eða 10 centíma (c. 7 au.) fyrir hvern

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.