Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 76
234 Ágúst H. Bjarnason: [ ÍÐUNN vatnsafli til þess að koma upp rafveitum, þaðan sem fá megi rafurmagn fyrir sem lægst verð og veita þvi yfir sem stærst svæði til ljósa og ýmissa iðnaðar- fyrirtækja. Eitt af þessum rafmagnsfélögum reyndi ekki alls fyrir löngu að ná kaupum á rafmagnsveit- unni í Dortmund, skamt frá Essen, og bauð fyrir hana alt að 10 milj. kr., þótt hún væri ekki bók- færð fyrir meiru en 6 milj. 300 þús. kr., en fékk hana þó ekki. Og þótt rafmagnsfélög þessi komist sumstaðar að samningum við sveita- og bæjarfélög, þá eru þeim þó sett ýms kjör, er virðast vera all- hörð aðgöngu, svo sem þau, að sveita- eða bæjar- stjórnirnar hafi yfirumsjón með allri stjórn fyrirtæk- isins og megi, ef svo ber undir, taka að sér rekstur þess, auk þess sem sveitarfélagið fær ákveðna upp- hæð hluta og tilnefnir menn í stjórn fyrirtækisins. Engu að síður ganga rafmagnsfélögin að þessu og þykjast góðu bætt. Sumstaðar hefir ríkið tekið að sér rafveituna á stærra eða minna svæði, eins og t. d. við Rínar-Hannover skurðinn; lætur það svo aftur einstökum héruðum rafmagnið í té, en héruðin aftur íbúum sínum og atvinnurekendum. Einmitt þetta virðist vera forboði framtíðarfyrirkomulagsins. Ríkisstjórnirnar í Svíaríki og Noregi hafa nú a síðari árum verið að tryggja sér eignarhald og kaup á sem flestum fossum og föllum þessara landa. Svía- ríki, sem næst á eftir Noregi og Austurríki-Ungverja- landi, er þriðja fossauðugasta land í Evrópu, þeirr3 sem farin eru að hagnýta sér fossa sina, hefir falið1 hinni svonefndu kgl. fossanefnd ríkisins yíiruinsjon með starfrækslu hinna stóru ríkisrafveila, sem altaf er verið að auka við og fjölga víðsvegar um land. Stærst er rafveitan við Trollhátten, sem gefur um 40 þús. hestöfl og hefir kostað um 18 milj. kr. altaf er verið að auka við þessar stöðvar og e^a’ þær. í lok ársins 1912 var búið að verja til þessa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.