Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 4
162 Gilbert Parker: IÐUNN beinin, en sjálft knéð var stokkbólgið. Hann baðaði það úr ediksblöndu og jurtaseiði, flétti síðan hjartar- skinns-skyrtunni frá öxlinni á barninu og laugaði hana iíka. Tannaför sáust bæði á öxlinni og knénu og hafði stór hreysikötlur verið þar að verki, en langar rauðar rispur voru um allan líkamann. Maðurinn stundi mæðulega og breiddi aftur ofan á litla limlesta kroppinn; en í þetta sinn breiddi hann ofan á hann eltan hreindýrsfeld. Logarnir frá viðarbálinu slógu rauðleitum, dimmum lungum um gólf og veggi, og stóri járnketillinn, sem keyptur hafði verið hjá Félaginu') í Fort Sacrament spjó út úr sér gufunni í stórgusum. Þetta var lítill og lágur bjálkakoíi með skæni fyrir gluggunum, en leirjörð troðið í rifurnar milli bjálk- anna. Húðir héngu með báðuni langveggjunum og sá á þeim hæði hnífstungur og byssuför — gráar úlfahúðir, rauðar púma-húðir, gulleitar pardus-húðir, bjórskinn og safali; og í einu horninu var hrúga af skinnum. Þólt nú húsakynni þessi virtust sneidd öllum þægindum, voru þau eitthvað sérkennileg; en þau voru frámunalega einmanaleg, þótt ekki væri gott að gera sér grein fyrir, af hverju þetta stafaði. — Pabbi — sagði drengurinn og gretti sig allan í svip af sársaukanum — mig log-verkjar í allan líkamann svona við og við. — Faðirinn strauk fingrunum hægt fyrir neðan knéð, eins og hann vildi klappa drengnum. — Pabbi — bætti drengurinn við alt í einu — hvað þýðir það, þegar maður heyrir fugl syngja á nælurþeli? — Veiðimaðurinn laut fullur angistar niður að drengn- um og sagði: — Það heíir ekkert að þýða, Dómi- nique. Slikt kemur ekki fyrir á Labradors-heiðum, 1) Hudson Bay Company.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.