Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 7
ÍÐUNN Svanurinn flaug. 165 er hún fer höndum um hálsmen, sett dýrum stein- um, en þetta var að eins lítilfjörlegur dýrsleldur. Ætli þeir hafi verið að hugsa til dýrsins, sem lifði í þess- um ham og gaf honum líf, fjör og fegurð? Hvíta tófan á heima í heimskauls-löndunum, og þelta dýr hafði litli sveinninn lagt að velli. Faðir hans hafði eitt sinn verið fjarverandi, en þá sá drengurinn skolla vera að læðast kringum kofann þeirra. Hann fyltist vígamóði, sólti byssu föður síns og miðaði á hann úr glugganum og þar lá hann! Nú stakk hann fingrinum í gatið eftir riffil-kúluna og ofurlítið siguróp leið yfir varir hans. Og svona liðu nokkur augnablik, að þeir voru að handfjatla feldinn og dást að honum, faðirinn fullur aðdáunar yfir syni sinum og sonurinn haldinn af kend þeirri, er grípur veiðimanninn, þá er hann sér eillhvað, sem honum leikur hugur á og leggur það að velli. Er þá eins og hvorttveggja í senn gripi liuga veiði- mannsins, áfjálgnin og ofsahræðsla fórnardýrsins, þá er það er að reyna að komast undan — kend, sem er í ætt við geðshræringar rándýrsins, er það hvarflar um óbygðirnar eftir bráð sinni. Þessi drengur hafði séð föður sinn leggja fagran elg að velli og krjúpa niður og kyssa á hálsinn á honum, á meðan hann lá í dauðateygjunum, af hreinni aðdáun á fegurð hans. Drápið þarf ekki að vera nein rnóðguu. Það er lög- mál lífsins í náttúrunni, Iífsbarátta, sem alls ekki lokar ásl og aðdáun úti. Þeir sátu svona lengi þegjandi og hvor hugsaði sitt, drengurinn fullur hálf-heiðinna og þó saklausra tilfinninga, er allar fylgja ævinlýra þránni, en hugur föðursins á sveimi um hinar hrikalegu og tröllauknu, en þó unaðslegu slóðir heimskautslandanna, sem hafa alt seiðmagn öræfanna í sér fólgið. Loksins hallaði sveinninn sér upp að svæflinum, þótt ekki slepti hann feldinum. Hann lét augun aftur og virt-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.