Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 10
168
Gilbert Parker:
IÐUNN
Þegar hann gekk að eiga hina inndælu stúlku sina,
Lucette Barbond, Irúði hann naurnast á annað en
»Skarlatsmanninn« á Kímash-hæðum, og á raddir
fylgiliða hans, »Hinna sjö sofenda«, en lil þeirra átti
að heyrast aliar nætur og alt til þess dags, er þeir
ynnu aftur heimkynni sín, heimskautslöndin, og
hrifu þau undan yfirráðum hvítra manna. t*angað
til svæfu þeir svefninum langa og rumskuðu að eins
við og við.
Jafnvel ekki séra Corraine, sem þó fetaði svo mjög
í fótspor meistarans í lífi sínu og framferði, gat
komið honum til að trúa öðru. Og á fyrstu hjú-
skaparárunum hafði konan barist um sál hans i
ástúð og örvæntingu. Stundum hafði hann þá reiðst
henni grimmilega, svo að linefahöggin komu rétt á
eftir ástaratlotunum, og villimenskan og löngunin til
að drotna brauzt þá fram í sál hans. En hvernig
átti hún að skilja það, veslingurinn?
Þegar hún loks flýði kofann einn kaldan haust-
dag, eftir að hann hafði hrakyrt hana og smánað,
þá var það af því, að hún ótlaðist svo villidýrið í
honum, að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hún
stökk út úr kofanum og stökk og stökk, þangað til
hún var horfin sjónum, og síðan hafði hún ekki sést.
Þetta bar við fyrir nokkrum vikum og síðan hafði
ekkert spurst til hennar. Og nú var öllum heimilis-
áhyggjunum velt yfir á hann. En þetta hafði haft
meiri áhrif á hann heldur en orð hennar og orðið
lil þess að vekja hann og snúa honum til betri vegar.
Hann horfði nú fram á þessi sinnaskifli sín með
hálfgerðri undrun og óróa, eins og hann vissi ekki,
hvað á eftir kæmi. Hann eirði hvergi, en reyndi þó
að halda sér í skefjum, einkum þó nú til þess að
vekja ekki veslings barnið. Það var eins og sjónir
hans hyrfu dýpra og dýpra inn undir hinar loðnu
brýn.