Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 16
174 Gilbert Parker: IÐUNN lit hans; en eldur brann úr augum hans undan brúnabogununi. Skömmu síðar hófst hann máls á þessa leið: — Ég veit ekki, hvernig þetta byrjaði. Ég hafði mist talsvert af húðum — stolið sjálfsagt, þarna frá Child o’ Sin River. Jæja, hún stökk upp á nef sér og var fljót til svara, eins og — hún A'ar alt af bráðari og uppstökkari en ég. — Eg, ég lagði púður- hornið mitt og whisky-flöskuna — þarna upp! — Hann benti á helgiskrínið fyrir framan Maríu- myndina, þar sem hann nú hafði tendrað ljósin. Presti brá ekkert í brún við þetta, en hann horfði á hann rólegum alvöru-augum, eins og hann vissi alt fyrir. Ragot hélt áfram: — Ég gáði ekki að þessu, en hún hafði ný lagt einhver blóm þarna á hilluna. Hún sagði eilthvað, sem snart inig illilega, og upp- tendruð af reiði kastaði hún þessu á gólfið, kallaði mig heiðingja og argasta trúarníðing — og ég get ekki neitað því nú, að þetta var ekki fjarri sanni. En þá gat ég ekki stilt inig, enda sauð enn í mér út úr skinnunum. Eg sagði eitthvað fremur svaka- iegt og lét eins og ég ætlaði að kremja hana sundur — ég reiddi upp hnefana og gerði svona! — sagði hann. Og um leið og hann sagði þetta, krepti hann hnef- ana i tryllings-æði og koin eins og hálfgert villidýrs- öskur úr kverkum hans. Svo þagnaði hann og Ieit á prestinn eins og hreinskilinn strákur. — Já, þetta var nú það sem þú gerðir. En hvað var það svo, sem þú sagðir, og var fremur svaka- legt? — Hann hykaði ofurlítið við, en svo kom svarið: — Eg sagði, að nógu púðri væri spilt á gólfið til þess að drepa alla hev . . presta með. — Þá brá eins og skjótu ieiftri fyrir í svip séra Corraine’s og hann beit ögn saman vörunum. En

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.