Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Síða 22
180
Gilbert Parker
IÐDNN
— Geíið, geíið — æpti hann. Eg mundi hafa geíið
tuttugu ár af lífi mínu! —
Nú reis presturinn úr sæti sínu og með virðulegri
mildi hélt hann járnkrossinum að honuin og sagði:
— Krjúptu á kné, Bagot, og sverðu mér þetta! —
t*að var eitthvað kn^'jandi og yfirþyrmandi í röddu
og svip prestsins, og Bagot, sem nú fyltist nýrri von,
íleygði sér niður og endurtók orð þau, sem prestur-
inn haiði upp fyrir honuin.
Presturinn sneri sér því næst að dyrunum og
kallaði: — Madama Lucette! —
Barnið heyrði þetta, vaknaði og settist skyndilega
upp í rúmi sínu.
— Mamma, mamma — hrópaði drengurinn, um
leið og hurðin flaug upp.
Móðirin íleygði sér í fang manni sínum og bæði
grét og hló; og andartaki síðar var hún að úthella
bæði ástúð sinni og angist yfir barnið.
Nú Ieit séra Corraine á manninn og með hátíðar-
hreim í máli og fasi sagði hann:
— í Krists nafni heimta ég tuttugu ár af lífi þínu —
í hlýðni og ást til Guðs! — Eg rauf heit mín; ég
fyrirgerði sál minni, ég keypti konu þinni lausn fyrir
tíu kúta af rommi! —
Aftur féll hinn stórvaxni veiðimaður á kné, þreif
í hönd prestsins og vildi kyssa hana.
— Nei, nei, þessa þarf ekki, — sagði presturinn,
en rétti krossinn að vörum hans.
Nú heyrðist greinilega lil Dóminique’s litla og rödd
hans kvað við um stofuna.
— Mamma, ég sá hvíta svaninn fljúga út um
dyrnar, þegar þú komst inn. —
— Blessað, blessað barnið mitt, hér var enginn
hvítur svanur á ferðinni. — Og þó vafði hún barnið
upp að sér, eins og hún vildi verja það grandi, og
bað Maríu-bænina.