Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 31
.IÐUNN Frá Vestur-íslendingum. 189 segja. Viðtökurnar, sem ég fékk, voru alveg aðdáan- legar. Eg hef aldrei á ævi minni átt annari eins ástúð að mæta af vandalausu fólki. f*egar ég kom fyrst til Winnipeg var mér fagnað forkunnar vel. 'Öll íslenzku vikublöðin voru þar á einu bandi. Og hvar sem ég kom á mannamót fyrstu dagana, var ég rekinn upp á ræðupall til þess að sýna mig og ávarpa fólkið nokkrum orðum. Og þegar ég kom í kirkju, mintust prestarnir á komu mína með hróka- ræðum. Mér var nú nóg boðið með þessu, og ég skammaðist mín niður fyrir allar hellur út af öllu þessu dálæti. En ég vandist því smátt og smátt og fór líka að átta inig á því, að það var ekki ég, sem fólkið var að fagna, og dýrka. það var ekki ég, sem átti þetta dálæti, heldur ísland. Það var ræktin og ástin til gamla landsins, sem logaði upp úr. Og aumingja fólkið gat ekki látið hana í ljós með öðru en því, að láta hana koma niður á mér. Þegar mér skildist þetta, fór ég að sætta mig við það. Annars hefði ég ekki getað undir því risið. Einu sinni hitti ég gamlan mann, blindan og lieyrnarlítinn, sem hafði verið mesti myndarmaður. Hann langaði til að tala við mig. Ég gat lítið við hann sagt af því, hvað hann lieyrði illa. En hann talaði og var mælskur. Að skilnaði tók hann mig í faðm sér og ætlaði aldrei að hætta að kyssa mig — og grét eins og barn. Ég vissi vel, að það var ekki •ég, sem hann var að kveðja og leggja blessun sina yfir. Það var ísland og íslenzka þjóðin, sem átti þessi faðmlög og þessi tár. Ég get um þetta, svo sem eitt dæmi af mörgum, er sýndu mér glögglega, hvernig menn voru innan- brjósts, margir hverjir, og hvern hug þeir báru til gömlu ættjarðarinnar. Þess sá ég ljósan vott í hverri bygð, sem ég heimsótti. Alstaðar var viljinn jafn- augljós til að taka sem bezt á móti sendimanninum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.