Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 35
JÐUNN Frá Vestur-íslendingum. 193 Sumir höfðu brugðið sér heim snöggva ferð, en orðið fyrir vonbrigðum: víðtökurnar hjá gömlu kunn- ingjunum ekki eins alúðlegar og þeir höfðu vonast eftir. — Vestur-íslendingar hafa hvað eftir annað verið að bjóða heim ýmsum málsmetandi mönnum af íslandi — og fengið færri en þeir vildu. Þeir hafa með ýmsu móti reynt að nálgast frændur sína hér, alt af verið fúsir til að hlaupa undir bagga, hafi fjárframlaga verið leitað til einhvers fyrirtækis hér heima, og stundum hafa þeir tekið það upp hjá sjálfum sér, eins og nú síðast samskotin til land- spítalasjóðsins í vetur. En hér hefir lítið verið gert til að nálgast þá, eða mæta þeim á miðri leið — þangað til nú, að félagið íslendingur reið á vaðið. Sú tilraun varð eins og græðandi smyrsl á öll sár- indin út af tómlæti okkar að undanförnu. Og það er ekki einskis virði. þjóðrækni Vestur-íslendinga virðist mér vera furðu mikil. Eg veit ekki hvort hún er nokkra vitund minni en hjá almenningi hér, en sjálfsagt með nokkuð öðru móti. Það sem mestan gerir muninn, er von- leysi þeirra þar vestra. Margur er þar sá, sem ann heitt íslenzkri tungu og þjóðerni, og heíir hug á að varðveita það í lengstu lög. En vonleysið um að það takisl til lengdar er of alment. Það hefir kveðið við úr öllum átturn bæði hér heima og vestra, að íslenzkan í Vesturheimi sé dauðadæmd. Hún geti haldist við, meðan þeir lifa sem komu fullorðnir að heiman, og ef til vill meðan börnin þeirra lifa, en þriðja kynslóðin hljóti að verða al-ensk eða ameríksk. Ég var líka hálf-trúaður á þetta, þegar ég lagði af stað í vesturförina. En nú hef ég alveg kastað þeirri trú. Nú finst mér það ekki annað en hjátrú, sem lífsnauðsyn sé að eyða og uppræta. Eftir alt það, sem ég hef séð og lieyrt í vetur, er ég sannfærður um, að isl. tunga og þjóðerni lifir vestan hafs, lifir Iflunn VI. 13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.