Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 56
214 G. G. B.: Thnatal í jarðfræðinni. IÐURN sé reiknað eítir blýmagni, en minni, sé helium lagt til grundvallar. Pað virðist því mikið vanta á, að aldurs-reikningar þessir dugi til að finna með nokkurri nákvæmni aldur jarðlaganna í árum. Hins vegar sýna dæmi þau, sem hér eru tekin, það ljóst, að því eldri sem bergtegundirnar eru, því meira er í þeim af afleiðslu- efnunum (blýi og lielium) á móts við geislafrumefnin. Aðferðir þessar ættu því að verða góður leiðarvísir til að íinna aldurshlutföll jarðlaganna, þó aldur þeirra verði eigi fundinn í árum. Eins og áður er gelið, eru þessar tímareiknings- aðferðir enn að kalla á tilraunastigi. Er eigi óbugs- andi, að mönnum takist að bæta eitthvað úr göll- unum og laga svo reiknings-aðferðirnar, að viðun- andi árangur náist. ss/3 1920. Um leið og eg sendi grein þessa til prentunar, vil ég nota tækifærið til að leiðrétta nokkrar villur, er slæðst Iiafa inn í grein mína: »Myndun ístands og ævi« í IV. árg. Iðunnar (1918). Bls. 62 línu 1.: öfl), á að vera: o. II.). — 63 — 13.: framburðinn á að vera: framburð ánna — 73 — 31.: jökultota á að vera: jökultodda — 73 — 31-32: Portlandia glacialis á að vera: Portlandia arctica.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.