Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 57
aÐUNN Trú og sannanir. [Menn eru beðnir að atliuga, að myndin á bls. 113 í «íðasta hefti »Iðunnar« hefir skemst lílið eitt í meðferðinni í prentsmiðjunni. Strikið upp frá A hefir brotnað; paö átli að ná alveg upp í bogann, sem liggur yflr til 13. Pví eru menn vinsamlegast beðnir að draga línuna frá A með bleki eða blýant alveg upp í bogann, jafnhliða línunni frá B. Pá verður myndin eins og hún átti að vera.] Ég lofaði því í síðasta hefti »Iðunnar« (bls. 120), að segja mönnum frá nokkrum af hinum helztu »líkamlegu« (phýsiskuj fyrirbrigðum spiritismans, svo og »sönnunum« þeim, sem á þeim kynni að mega byggja, en þetta verður bezt gert með því að taka ákveðin dæmi. Dæmin, sem ég hefl tekið, eru ein- mitt þau, sem andatrúarmenn sjálfir hafa talið að feldu í sér veigamestu »sannanirnar«. I. Líkamlegu fyrirbrigðin. Til hinna líkamlegu fyrirbrigða eru talin: 1., brestir, högg og lyftingar, 2., manngervingar eða holdganir, 3., andaljósmyndir og 4., svipsýnir. Skal þetta nú athugað hvort um sig og nefnd helztu dæmin, sem völ er á. 1. Brestir, högg og lyftingar. Kathleen Goligher. Mikið var mér hughaldið, þegar ég fór að lieiman i sumar, að ná fundi dr. Crawfords í Belfast á ír- landi. Ég hafði þá nýlega lesið eftir hann tvær bækur um rannsóknir lians á Iíathleen Goligher og mér höfðu þótt þær með því skásta, er ég hafði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.