Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 59
HJUNN Trú og sannanir. 217 og var vel líkt eftir smá-lioppi í bolta, eftir pvi sem hanm kyrrist og staönæmist. Lúðurinn undir boröínu fór því næst að lireyfast og. teygði hinn mjórri enda sinn upp undan borðinu til dr. W. og mín. Okkur var leyft að reyna að ná honum, en prátt fyrir allar okkar tilraunir komst hann undan, hentist til og frá og breytti legu sinni, er við reyndum að grípa liann. Miðillinn sat hinum megin við borðið og allur hringurinn hélt upp höndum sínum — svo að við gátunt séð hverja einstaka hendi í handabandi við aðra hendi — meðan lúðurinn var að leika þenna feluleik fyrir okkur. Pá fór horðið að lyftast frá gólfi, þangað til það var komið 12—18 þuml. upp i loftið, og þarna hélzt það alveg lárétt. Okkur var leyft, fyrst mér og síðan W., að smjúga undir hendur setumanna inn i hringinn og reyna að þrýsta borðinu niður; en þó við legðumst á hliðarnar á borðinu^ þá gátum við ekki þrýst því niður. Því næst settist ég á borðið, á meðan það var fet frá gólfi og það rólaði mér- til og frá og velti mér loksins ol'an. Við fórutn því næst út úr hringnum og þá snerist borðiö upp i loft og hreyfðist upp og niður. Aftur fórum við inn í hringinn og reyndum að lyfta borðplötunni frá gólfinu, en það var eins og það væri neglt niður, og við gátum ekki hreyft það. En er við fórum á okkar stað út fyrir hringinn, þá var eins og borðið liði upp og snérist það nú við, þannig, að rétta hliðin kom upp aftur. Á meðan á þessum tilraunum stóð og borðið var að lyftast, hélda allir setumenn höndurn sínum upp hvað eftir annað,. þannig, að engin liendi var sjáanleg í sambandi við borðið og í raun og veru sátu menn svo fjarri þvi, að við gátutm gengið á milli þeirra og borðsins. Nú komu aftur högg, og því næst buðu höggin okkur góða nótt með því að berja tvisvar, þrísvar sinnum fyrir frarnan hvern af öðrum; sérstaklega voru þau högg þung,, sem stefnt var til okkar dr. W.« (Proceedings, XXX, p,. 335-36). Þetta var nú það helzta, sem bar fyrir á þessum eina fundi, þar sem próf. Barrett var viðstaddur. Næsti fundur fórst fyrir bæði af því, að stúlkan var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.