Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 64
222 Á. H. 13.: IÐUNNT höfði. En skeggið er sýnilega bundið á og sézfc taugin úr því upp með hægri vanga, og alt andits- fallið — sérstaklega neíið — líkist andliti miðilsins,. enda fullyrðir Schrenck-Notzing, sem síðan rannsak- aði hana í 4 ár, að þetta sé Marthe Béraud og enginn annar. Þetta kemur manni til að ætla, að hrúkan, sem sézt á stólnum, sé ekki annað en út- troðið pils og »blúsa« af Mörthu, því að höndur hennar og andlit sést hvergi á myndinni; en að sjálf sé hún að leika Araba-höfðingjann. Þessi tilgáta mun nú ekki nægja andatrúarmönnum. En hvað mundu þeir þá segja, ef sjálfs játning Mörthu bættist við um það, að hér hafi verið brögð í talli? Skömmu eftir að grein Richet’s birlisl, komu ýmsir fram með þá staðhæíingu, að öll þau fyrirbrigði, sem gerst hefðu í Villa Carmen, væru bygð á svikunu Væri Marthe Béraud í »slagtogi« með ýmsu fólki í þjónustu þeirra Noéls-hjóna um þetta — einkum þó^ með Areski ökumanni, sem ofl hafði tekið þátt í öndunga-mótunum, enda þótt hann hefði ekki verið viðstaddur við þau sérstöku tækifæri, sem Richet lýsti í skýrslu sinni. Var skýrt frá þvi, að ekki hetði einungis Areski, heldur líka Martha og faðir hennar kannast við að hafa tekið þátt í svikunum. En vandaðasta vitnið í þessu máli var Marsault nokkur lögmaður, er bæði var kunningi Noéls-fjölskyldunnar og Mörthu. Skulu nú hér tilgreindir nokkrir kaflar úr skýrslu hans: shaö var í nóvember 1904, hér um bil mánuöi eftir lát vinar mins, Maurice Noels, aö við Journau fórum í kvöld- boðið og til setunnar, sem okkur hafði verið boöið tiL Aö máltiöinni lokinni brugðu pau Noéls-hjónin sér burt í nokkrar minútur og létu mig og vin minn eftir einsamla meö Mörthu B. Hún mælti þá þegar við okkur eitthvaö á þessa leið: ,Langar ykkur til að skemta ykkur ofurlítið? f*ið vitið, aö

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.