Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 65
IÐUNN Trú og sannanir. 22S þetta meö Bergólíu — systur Bien-Bóa — er tómur upp- spuni (all luimbng). Við systurnar skulum loí'a ykkur að sjá nokkuð skrílið*. Journau varð agndofa. En mig hafði Martha B. þegar varað við, að festa trúnað á þessar hold- ganir; þær ættu sér alls engan stað (— all these materiali- salions weve non-existenl). Mig hafði nú lengi grunað þetta og ég hafði haldið, að Bergólía mundi ekki láta sjá sig í þetta sinn. Þegar hér var komið sögu, komu tvær yngri systur Mörthu. En Ninon, sem húist var við þetta kvöld, kom ekki. Við fórum nú inn i setu-stofuna (the séance room) og setlumst við kringlótt borð fyrir framan byrgið, sem ætlað var miðlinum. Við vorum naumast seztir, fyr en Martha B. enti það, sem hún var búin aö lofa. Hún stóð upp frá borðinu og fór inn í byrgið og kom út úr því aftur með þunt, hvitt sjal yfir höfði og herðum. Gekk hún fram og aftur um liið litla lierbergi og sneyddi vandlega hjá, þar sem birtan var meiri, og svaraði fyrst á frönsku nokkrum spurningum, sem frú Noél beindi til hennar um Bien-Bóa, en því næst fór hún eftir áskorun frú Noél að babla einhverskonar hrognamál, sem liún sagði að væri Ilindúa- mál. Þessi litli skrípaleikur stóð hér um bil 20 mínútur. Hr. og frú Noél, — en um einlægni þeirra hefi ég aldrei efast,— trúðu því blint, að systir uppáhalds-anda þeirra væri þarna komin. Og það var alveg árangurslaust að ætla að reyna að koma vitinu fyrir þau. Allir, sem hafa nokkur kynni af andatrúarmönnum, vita, að þetta er ekki til nokkurs hlutar. . . . Auk þessa var Martha B. ekki neinn atvinnu- miðill. líg hugsa líka, að »Bergólia« hafi aldrei gert nein- um manni mein, jafnvel ekki hr. og frú Noél, því að löngu voru þau farin að trúa á holdgunar-fyrirbrigði, áður en »Bergólia« tók að sýna sig í okkar hcimi. . . . Jafnvel hinn vantrúaði Tómas hefði nú ekki getað efast lengur um, hvernig í öllu lá. Við Journau vorum ekki lengur í neinum vafa. Og við vorum nú ekki viðstaddir fleíri andabirtingar í Villa Garmen, þrátt fyrir margitrekuð boð, sem við fengum um það eftir þetta. Og ég held, að við höfum breytt réttilcga.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.