Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 74
232 Á. H. B.: IÐUNÍC 3. Anda-ljösmyndir. Myndir Conan Doyle’s og hr. og frú Wynn. Vinur minn, próf. Guðm. Hannesson, hafði stungið* því að mér, áður en ég fór, að reyna að fá />anda- ljósmynda og ætlaði ég að reyna það. En það var hægar sagt en gert, brellur anda-ljósmyndaranna fleiri en búast mátti við og þeir undir lögreglu- eftirliti í London, svo að Light-mennirnir þorðu ekki að vísa á neinn, enda undir hælinn lagt, að það yrði að nokkru gagni. Sýndu þeir okkur tveim ís- lendingum »anda-ljósmynda frá Crewe, er maður hafði fengið, sem mist hafði barn sitt úr inflúenzu,. en ungbarnið var á myndinni orðið að 3 álna há- um risa! Nú, en ég notaði tímann til þess að setja mig inn i þessi nýju Ijósmyndunarfræði. Andatrúarmenn virðast hafa mjög ónákvæmar hug- myndir, margir hverjir, um ljósmyndanir. Ættu þeir að vita, að eitthvað efniskent þyrfti að vera til staðar til þess að fá nokkrar myndir. Ekki nægir, að »and- arnira hafi svonefnda »æthera-líkami, því að sjálft ljósið er hreyfing í ljósvakanum og verður því að kastast aftur frá efniskendum hlutum, til þess að einhver mynd komi á »plötunaa. Andatrúarmenn verða því að fara að nálgast efnishyggjuna. »Andarnir« verða að vera beint efniskendir, ef unt á að vera að ljósmynda þá. Nú eru til margar sögur af »anda-ljósmyndurum« og hefir verið komið upp um flesta. Tóku þeir í fyrstu tvær myndir á sömu plötuna, fyrst daufa skyndimynd af einhverjum hjálparmanni eða vél- brúðu eða annari mynd, sem þeir liöfðu náð i, og síðan af manninum, er óskaði að sitja fyrir. En menn fóru brátt að komast að þessu og komu þá sjálfir með plötur og merlitu þær. Þá fóru Ijósmynd- ararnir að skifta um plötur við framköllunina og merkja þær sama marki. En er það dugði ekki, fóru

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.